Stök frétt

Lokun svæðisins við Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi var aflétt í gærmorgun en svæðið, þ.m.t. göngustígur og bílastæði, hafði verið lokað fyrir ferðamönnum í tvær vikur frá 6. apríl sl. 
 
Göngustígur og umhverfi var mjög illa farið vegna mikils fjölda ferðamanna samhliða vorleysingum og var því gripið til þess ráðs að beita skyndilokun skv. 25. gr. a. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd þar sem hætta var á að stígurinn myndi skemmast enn frekar.
 
Meðan á lokun stóð var möl borin í stíginn þar sem skemmdir voru hvað mestar og er því svæðið nú í stakk búið til að taka á móti gestum. 
 
Umhverfisstofnun bendir þó á að mikilvægt er að þeir sem hyggjast heimsækja svæðið haldi sig á göngustígum.

Tengt efni: