Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með flutningi úrgangs milli landa í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1013/2006 um tilflutning úrgangs.

Markmið eftirlitsins er að enginn ólöglegur flutningur úrgangs eigi sér stað til og frá Íslandi og að með flutningum sé verið að tryggja ábyrga meðhöndlun úrgangsins. 

Frávikum hefur fækkað verulega í reglubundnu eftirliti þar sem vantar þar til gert fylgiskjal (Annex VII) með útflutningi úrgangs. Þetta bendir til þess að eftirlitið hafi almennt skilað sér í aukinni þekkingu úrgangsmeðhöndlunaraðila með skyldum sem tengjast útflutningi endurvinnsluefna. Á komandi árum er því stefnt að því að auka fræðslu og samstarf við aðila eins og toll og flutningsaðila sem koma að inn- og útflutningi úrgangs þannig að þekking á kröfum sem gilda um þessa flutninga nýtist sem best til að tryggja vernd umhverfis og heilbrigði manna.

Hér má nálgast niðurstöður eftirlits með flutningi úrgangs milli landa og eftirlitsáætlanir, en frekari upplýsingar má nálgast hjá teymi hringrásarhagkerfis.

Tengt efni:
Úrgangsmál