Stök frétt

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Reykhólahrepps, íbúa og framfarafélags Flateyjar hafa undanfarið unnið drög að stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið í Flatey á Breiðafirði. Drögin fóru í sex vikna kynningar- og umsagnarferli 14. apríl sl. og hægt er að kynna sér þau á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila ábendingum og athugasemdum er til 29. maí nk.

Rafrænn kynningarfundur 9. maí nk.

Liður í kynningarferlinu er kynningarfundur um áætlunina sem haldinn verður þriðjudaginn 9. maí kl. 15:00. 

Á fundinum verður farið yfir hlutverk og inntak stjórnunar- og verndaráætlunarinnar fyrir friðlandið í Flatey og næstu skref í ferlinu og boðið verður upp á spurningar og samtal í kjölfarið. 

Fundurinn verður rafrænn og hægt verður að tengjast honum hér.

Tengt efni
Stjórnunar- og verndaráætlanir