Stök frétt

Mynd: Istock
Vinnuhópur Norrænu ráðherranefndarinnar um hafið og strandsvæði veitir styrki til samnorrænna verkefna sem hafa það að markmiði að bæta umhverfi hafs og stranda. Grundvallarskilyrði fyrir styrkveitingu er að þrjú norræn lönd að minnsta kosti taki þátt í verkefninu og að það gagnist Norðurlöndunum. Í því sambandi eru sjálfstjórnarsvæðin þrjú, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, talin til norrænna landa. Þá getur Eystrasaltsríki komið í stað eins norræns ríkis. 

Nú hefur verið opnað fyrir styrkumsóknir vegna verkefna á árinu 2024 og er umsóknarfrestur til 9. júní nk. Við mat á umsóknum er meðal annars tekið mið af því hvort markmið verkefna er í samræmi við þær áherslur sem vinnuhópurinn um hafið og strandsvæði hefur sett fram fyrir árið 2024, en þær áherslur taka mið af norrænni samstarfsáætlun um umhverfis- og loftslagsmál 2019–2024.

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið, umsóknareyðublöð og áherslur vinnuhópsins er að finna á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar: 
Utlysning från Nordiska Hav- och kustgruppe (NHK) (norden.org)