Stök frétt

Mynd: Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofunar, settu átakið Strandhreinsun Íslands formlega af stað með opnun heimasíðunnar strandhreinsun.is. Viðburðurinn fór fram í fjörunni á Geldinganesi.

Að því búnu hófu þau strandhreinsun á svæðinu ásamt starfsfólki sínu frá Umhverfis- orku og loftlagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun.

Um verkefnið

Strandhreinsun Íslands er 5 ára átak í hreinsun strandlengju Íslands af plasti og öðrum úrgangi. 

Átakið byggir á aðgerð 17 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum, Úr viðjum plastsins. Hreinleiki sjávar er Íslandi afar mikilvægur og strandhreinsanir eiga þátt í að halda hafinu hreinu. 

Strandlengjan er um 5000 km að lengd og er nauðsynlegt að framkvæma hreinsun hennar með kerfisbundnum hætti. 

Átakið var sett af stað af Umhverfisráðuneytinu árið 2021 og stendur til 2025. 

Hvernig er hægt að taka þátt?

Til þess að taka þátt í verkefninu er farið inn á vefsíðuna strandhreinsun.is. Þátttakandi velur bút af strandlengju á korti og tekur frá. Að hreinsun lokinni verða niðurstöðurnar gerðar sýnilegar á kortinu. 

Hverjir geta tekið þátt?

Allir geta tekið þátt. Til dæmis:

  • Almenningur
  • Fyrirtæki
  • Félagasamtök
  • Skólahópar

Styrkir í boði

Lögaðilum s.s. félagasamtök eða áhugamannafélögum gefst færi á að sækja um styrk til verkefna sem felast í hreinsun strandlengjunnar. Umhverfisstofnun mun úthluta styrkjunum árlega næstu þrjú árin. 

Opið er fyrir umsóknir fyrir úthlutun ársins 2023 til 9. júní n.k. 

Halla Einarsdóttir, teymisstjóri í teymi hafs og vatns.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og Trausti Ágúst Hermannsson, sérfræðingur úr sama ráðuneyti. 

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra.

 

Ljósmyndir: Þórdís Björt Sigþórsdóttir