Umhverfisstofnun boðar til opins kynningafundar um niðurstöður mengunarvarnaeftirlits og umhverfisvöktunar vegna starfsleyfis PCC BakkiSilicon. Fundurinn er árlegur og í samræmi við starfsleyfi PCC BakkiSilicon.
Fundurinn fer fram fimmtudaginn 25. maí nk. kl. 16:15 í fundarsalnum Flatey á Fosshótel Húsavík.
Dagskrá fundarins:
Fundarstjóri: Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings
Skýrslu Umhverfisvöktunar má nálgast hér
Allar ábendingar varðandi þær upplýsingar sem íbúar og aðrir hafa áhuga á að heyra um varðandi eftirlit Umhverfisstofnunar og starfsemi PCC eru velkomnar. Ábendingum má koma á framfæri á ust@ust.is og á kynningafundinum.