Stök frétt

MYnd: Jóhann Óli Hilmarsson

Í febrúar á þessu ári var haldin vinnustofa um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar lunda. Vinnustofunni stýrði dr. Fred A. Johnson, prófessor við Háskólann í Flórída. Þátttakendur voru fulltrúar Umhverfisstofnunar, umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytis, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Fuglaverndar og Skotvís.   

Markmið vinnustofunnar var að móta sameiginlegt sjónarhorn hagsmunaaðila um hvernig stjórnunar- og verndaráætlun fyrir íslenska lundastofninn gæti litið út og greina helstu þætti stefnumótandi verndaráætlunar. 

Stofnvöxtur íslenska lundastofnsins 

Rannsóknir sýna að lundastofninn hefur dregist verulega saman frá árinu 1995.  

Árlegur stofnvöxtur íslenska lundastofnsins á landsvísu jókst árabilið 2010-2021 en meðalstofnvöxtur er undir stofnvistfræðilegum sjálfbærnimörkum og hefur verið líklega að mestu leyti allt frá árinu 1997 samkvæmt (-87%) samdrætti á veiði. Þessi samdráttur stafar af viðkomubresti hjá lunda sökum fæðuskorts sem skýrist með >1°C aukningu á sjávarhita sunnan og vestanlands, seinkun á tímasetningu þörungablóma (á Selvogsbanka), auk veiða. Gefin var út grein um samband sjávarhita og viðkomu lunda í Vestmannaeyjum frá 1880, en 88% breytileika í viðkomu lunda skýrist með breytingum í sjávarhita. Veiðar á 2.296.477 lundum árabilið 1997-2020 hafa líklega verið að mestu leyti verið ósjálfbærar og aukið stofnfækkun til viðbótar vegna fæðuskorts.  

Stjórnunar- og verndaráætlun lunda 

Vinna er nú hafin við stjórnunar- og verndaráætlun tegundarinnar. Í vinnustofu hagsmunaaðila kom m.a. til umræðu möguleiki á sölubanni lunda og næstu skref vinnunnar er t.d. að skoða betur hver áhrif sölubanns yrðu. Áætlunin verður unnin í samstarfi við hagsmunaaðila og fréttir um framgang vinnunnar munu birtast á heimasíðu Umhverfisstofnunar.