Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir framlengingu á starfsleyfi Stjörnugríss hf á Melum, Hvalfjarðarsveit, sem gildir fyrir svínabú með allt að 8000 stæðum fyrir alisvín. Umhverfisstofnun er heimilt að framlengja starfsleyfi rekstraraðila í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Framlengingin á starfsleyfi er heimil til eins árs en hún mun gilda til 29. júní 2024.

Athugasemdir við að leyfið sé framlengt skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202306-401. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 11. ágúst.

Hér er hægt að skoða starfsleyfið sem framlengja á.