Stök frétt

HS Veitur / Mynd fengin af heimasíðu HS Veitna

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um veitingu bráðabirgðaheimildar fyrir HS Veitur hf. vegna jarðborana við Árnarétt í Garði.
Fram kemur í erindinu að vegna mögulegra náttúruhamfara á Reykjanesskaga þurfi HS Veitur að koma sér upp varavatnsbólum komi til þess að vatnsbólin í Lágum yrðu óstarfhæf. Við það yrði neysluvatnslaust í Reykjanesbæ, Grindavík, á flugvallar- og varnarsvæðinu og takmarkað aðgengi að vatni í Suðurnesjabæ.
Áformin voru auglýst frá 10. nóvember til kl 12:00 þann 13. nóvember 2023 en engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum. Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Bráðabirgðaheimild - jarðborun við Árnarétt

Starfsleyfisskilyrði til jarðborunar

Verklagsreglur vegna framkvæmda á eða í grennd við vatnsverndarsvæði