Stök frétt

Mynd: Sigmar Metúsalemsson

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár samkvæmt ákvæðum 36. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.  
Hægt er að nálgast tillöguna á heimasíðu Umhverfisstofnunar

Að loknum fresti til að skila athugasemdum tekur Umhverfisstofnun saman umsögn um innkomnar athugasemdir og skilar til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Umhverfisstofnun gerir einnig þeim aðilum, sem gera athugasemdir við tillöguna, grein fyrir umsögn sinni um þær skv. 3. mgr. 36. gr. ofangreindra laga.  
 
Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024. Athugasemdir skulu sendar skriflega til Umhverfisstofnunar á heimasíðu Umhverfisstofnunar, merktar UST202306-427, með tölvupósti á ust@ust.is eða bréfleiðis á Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.