Stök frétt

83% vatnshlota á Íslandi eru talin vera í mjög góðu vistfræðilegu ástandi / Mynd: Canva

Vinna við aðgerðir sem tengjast Vatnaáætlun 2022 – 2027 gengur vel. Flestum verkefnum af dagskrá ársins 2023 er lokið.  

Ástand vatnshlota

Alls eru 2.714 vatnshlot* á Íslandi. Vinna við kortlagningu á álagi og ástandi allra vatnshlota er skipulögð í áföngum og til langs tíma. Áhersla er lögð á vatnshlot sem eru undir miklu álagi og talin vera í hættu á að ná ekki umhverfismarkmiðum sínum. 

  • 2.270 vatnshlot (83%) eru talin vera í mjög góðu vistfræðilegu ástandi. Matið er byggt á líkindum og því að ekkert álag er skráð á vatnshlotin. Frekari gagna er þó þörf fyrir flest vatnshlotanna til að staðfesta ástand þeirra.  
  • Ástand 441 (11%) vatnshlota er ennþá óþekkt. Það þarf frekari gögn um vatnshlotin svo hægt sé að meta ástand þeirra.  
  • Tvö vatnshlot hafa verið skilgreind í slæmu efnafræðilegu ástandi, Tjörnin og Kópavogslækur.  
  • Sex vatnshlot hafa verið staðfest í góðu efnafræðilegu ástandi. Efnafræðilegt ástandi er byggt á forgangsefnamælingum sem gerðar voru árið 2019 og 2020 á vegum Umhverfisstofnunar.  

*Vatnshlot er eitt afmarkað vatnasvæði. Til dæmis getur eitt stöðuvatn verið eitt vatnshlot, eða tiltekinn hluti ár. 

Vinna við Vatnaáætlun 2022 - 2027 gengur vel / Mynd: Canva

Um Vatnaáætlun

Vatnaáætlun felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd. Í henni er aðgerðaáætlun sem leggur fram allar aðgerðir sem áætlaðar eru til að ná umhverfismarkmiðum fyrir vatn. Vatnaáætlunin er endurskoðuð á sex ára fresti og nýjar aðgerðir skipulagðar fyrir hvert tímabil. Núverandi vatnaáætlun gildir frá 2022 - 2027.

Í lok hvers árs gerir Umhverfisstofnun samantekt á vinnu við aðgerðaráætlun vatnaáætlunar. Samantektin gefur yfirlit yfir árangur, áskoranir, og ástand vatns árið sem leið.

Staða aðgerða

Alls eru 57 aðgerðir á aðgerðaáætlun Vatnaáætlunar 2022 - 2027. 

  • Fjórtán þeirra eru stöðugt í gangi og vinnast áfram eftir þörfum eða í tengslum við framgang annarra verkefna
  • Þrettán verkefnum er lokið (29%)
  • Fjórtán eru í vinnslu (32%)
  • Sautján (39%) ekki hafin 

Mikilvægt er að meta áhrif framkvæmda á vatn / Mynd: Canva

Áhersla á aðgerðir sem tengjast stjórn vatnamála

Undanfarið ár var sérstök áhersla lögð á að móta og innleiða umgjörð stjórnar vatnamála til einföldunar fyrir stjórnsýslu og atvinnulíf. Mikil vinna hefur farið í samstarf og samvinnu við aðrar stofnanir og hagaðila til að tryggja sem besta innleiðingu. Þrátt fyrir það er ennþá töluverð vinna eftir og enn meiri áhersla verður á aukið samstarf við aðila sem þurfa að uppfylla kröfur laga um stjórn vatnamála en þurfa leiðbeiningar.

Önnur mikilvæg verkefni voru eftirfylgni með úrbótum fráveitumála, samþætting leyfisveitinga og vatnaáætlunar, að bæta aðferðafræði ásamt aðferðafræði við kortlagningu, vöktun, og mat á ástandi vatnshlota. 

 

Tengt efni: