Stök frétt

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.

Ársskýrsla Umhverfisstofnunar fyrir árið 2023 er komin út.

Í skýrslunni má finna:

 • Umfjöllun um stóra áfanga
 • Lykiltölur um ástand umhverfisins og árangur
 • Verkefni ársins á tímalínu
 • Samantekt um fjármál
 • Rýni á innra umhverfisstarf stofnunarinnar
 • Ávarp forstjóra

Ný þjóðgarðsmiðstöð, úrgangsmál, eldgos og mengaður jarðvegur

Í skýrslunni er farið yfir fjögur stór verkefni sem einkenndu árið.

Þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð var opnuð formlega þann 23. mars 2023 á Hellissandi. Við opnunina skrifaði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undir nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn.

Umhverfisstofnun blés til átaks í að safna ábendingum frá almenningi um menguð svæði á landinu og koma þeim inn á kort. Upplýsingar um mengaðan jarðveg eru mikilvægar fyrir komandi kynslóðir. Þær nýtast til dæmis til að koma í veg fyrir að byggð sé skipulögð á svæði þar sem hætta er á heilsuspillandi mengun.

Í upphafi árs 2023 tóku gildi ný lög sem hafa verið nefnd einu nafni hringrásarlögin. Innleiðing hringrásarhagkerfis var því fyrirferðarmikil í starfsemi Umhverfisstofnunar á árinu enda hefur stofnunin óteljandi snertifleti við málaflokkinn.

Í desember 2019 sáu jarðvísindamenn fyrstu merki um kvikuhreyfingar undir Fagradalsfjalli. Á þessum tíma var Umhverfisstofnun ekki með neinar loftgæðamælistöðvar á Suðurnesjum.Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og Umhverfisstofnun hefur komið upp öflugu mælineti á Suðurnesjum.

Lykiltölur um umhverfið

Í ársskýrslunni eru dregnar fram ýmsar lykiltölur sem gefa vísbendingu um ástand umhverfisins. Til dæmis:

 • 94% náttúruverndarsvæða í umsjón Umhverfisstofnunar eru með áfangastaði innan þolmarka
 • 42% samdráttur í styrk svifryks á Grensásvegi frá 2010
 • 9,2% aukning í losun gróðurhúsalofttegunda frá 1990
 • 623 kg af heimilisúrgangi fellur til á íbúa ári
 • 117% aukning á rusli í fráveitu frá árinu 2018

Skoða Ársskýrslu 2023