Almennar fréttir og tilkynningar

4050 sóttu um hreindýraveiðileyfi.

4050 umsóknir bárust í þau 1001 veiðleyfi sem í boði eru áður en fresturinn rann út þann 15. febrúar. Einhver hluti þessara umsókna er ógildur þar sem þeir sem sóttu um hafa ekki B réttindi í skotvopnaleyfi sínu. En það er forsenda þess að viðkomandi megi nota þá lágmarkstærð af rifflum sem leyfðar eru til hreindýraveiða. Nánari skipting umsókna verður birt í útdrætti og hér á síðunni eftir helgina. ...

Útdráttur hreindýraveiðileyfa

Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á laugardaginn 26.febrúar kl 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina hér á vef Umhverfisstofnunar þegar þar að kemur. ...

Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi er útrúnninn

Síðasti mögulegi dagur til að sækja um var 15. feb. ...

Hreindýrakvóti 2011

Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákvarðað hreindýraveiðikvóta ársins 2011 og tilhögun veiða. Heimilt verður að veiða allt að 1001 hreindýr árið 2011. ...

Útdráttur hreindýraveiðileyfa.

Útdráttur hreindýraveiðileyfa verður laugardaginn 26.febrúar kl 14:00 í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Hægt verður að fylgjast með útdrættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina hér og á vef Umhverfisstofnunar þegar þar að kemur. ...

Ekki lengur hægt að sækja um hreindýraveiðileyfi 2011

Síðasti mögulegi dagur til að sækja um var 15. feb. ...

Umsóknarfrestur um veiðileyfi til hreindýraveiða er til 15.febrúar!

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2011. Rafrænar umsóknir á skilavef veiðikorta og umsóknir í tölvupósti skulu berast fyrir kl. 24:00 og skriflegar umsóknir að hafa póststimpil 15.02.11 eða fyrr. ...

Verðskrá hreindýraveiðileyfa 2011.

Verðin eru þannig: Tarfar: sv. 1-2 kr. 135.000; Tarfar: sv. 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 kr. 100.000; Kýr sv. 1-2. kr. 80.000; Kýr sv. 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 kr. 55.000. ...

Skipting umsókna 2010 og 2009

Einhverjir virðast hafa áhuga á að vita hvernig umsóknir skiptust milli svæða og innbyrðis þeirra milli kúa og tarfa. Mun verða sett inn tafla á morgun, hér á hreindyr.is sem sýnir hvernig þetta var. Vona ég að hún nýtist mönnum sem vilja velta fyrir sér möguleikum þó erfitt sé að einblína á slíka hluti vegna mismunandi kvóta milli ára.   Taflan komin. ...

Veiðikvóti 2011.

Hér á eftir er tafla yfir auglýstan hreindýrakvóta ársins 2011. Einnig töflur yfir kvótann 2009 og 2010 ...