Veiðifrétt

09.08.2019 21:06

10. ágúst 2019

Snæbjörn með einn að veiða tarf á sv. 1, Eiríkur Skjaldar með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt við Valagilsá, Siggi Óla með tvo að veiða kýr á sv. 2, Guðmundur Péturs með þrjá að veiða kýr á sv. 2, ein felld á Múla, Einar Axels með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt á Múla, Siggi Aðalsteins með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Valavötn, Grétar með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Valagilsá, Henning með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Ytra Dýjafell, Alli Hákonar með einn að veiða kú á sv. 2, fellt á Ytra Dýjafelli, Maggi Karls með þrjá að veiða kýr á sv 2, tvær felldar á Víðivallagerði, Stebbi Kristm. með einn að veiða kú á sv. 4, fellt í Sörlastaðadal, Sævar með tvo að veiða tarfa á sv. 5, annar felldur í Súlnadal, Sigurgeir með einn að veiða tarf á sv. 5, fellt í Hellisfirði sunnan hjúka, Björn Ingvars með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Flatarheiði, Árni Björn með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Flatarheiði, Arnar Þór með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt í Garðárdal, Guðmundur Valur með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Flatarheiði, Sigvaldi með tvær að veiða kýr á sv. 7, fellt í Múladal, Gunnar Bragi með tvo að veiða kýr á sv. 8, fellt í Suðurkvosum, Skúli Ben með einn að veiða tarf á sv. 9. fellt undir Fosstorfutindi.
Til baka