Veiðifrétt

21.08.2020 22:06

22. ágúst 2020

Veðrið leikur við hreindýraveiðimenn, þokulaust og hægt veður, kólnaði í nótt og setti smá snjó í hæstu fjallatoppa. Alli í Klausturseli með þrjá að veiða kýr á sv. 1, fellt við Lambafell í Miðfirði, Emil Kárason með tvo að veiða kýr á sv. 1, Siggi Aðalsteins með þrjá að veiða kýr á sv.1, fellt við Miðfjarðará, Henning með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt við Miðfjarðará, Grétar með einn að veiða kú á sv. 1, fellt norðan við Djúpavatn, Arnar Þór með einn að veiða tarf á sv. 2, fellt í Merkisheiði, Vigfús með einn að veiða kú á sv. 2, Siggi T. með einn að veiða kú á sv. 2, fellt í Merkisheiði, Alli Hákonar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, fellt í Gilsárdal, Jón Egill með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt í Tregludrögum, Einar Axels með tvo að veiða kýr og einn að veiða tarf á sv. 2, fellt í Grjótárhnjúk, Snæbjörn með einn að veiða kú á sv 2, fellt í Grjótárhnjúk, Vignir með einn að veiða tarf á sv. 2, Tóti með tvo að veiða kýr á sv. 3, Dagbjartur með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt í Mosdal í Borgarfirði, Stebbi Kristmanns. með tvo að veiða kýr á sv. 4, önnur felld í Þverárdal, Sævar með tvo að veiða tarfa á sv. 5, einn felldur við Sandvíkurskarð, Jón Magnús með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt á Hraungarði, Skúli Ben með tvo að veiða kýr á sv. 6, Björgvin H. með einn að veiða kú á sv. 6, Alli Bróa með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Fleinsdal, Þorri Guðm. með einn að veiða tarf á sv. 6, Ómar Ásg. með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt í Ljósárdal, Frosti með einn að veiða kú á á sv. 7, Ívar Karl með einn að veiða kú á sv. 7, fellt í Hofsdal, þar eru 250 dýr, Guðmundur Valur með þrjá að veiða kýr á sv. 7, Gunnar Bragi með tvo að veiða tarfa á sv. 9, fellt við Miðfell.
Til baka