Umhverfistofnun - Logo

Veiðifrétt

15.08.2021 22:04

16. ágúst 2021

Jæja þá er tarfatímabilið hálfnað og fimm vikur eftir af veiðitíma kúa. Veiðar ganga hægt á sumum svæðum, þoka hamlar veiðum þar sem vindur er hægur og nær ekki að hreinsa þokuna í burtu og dýrin virðast halda sig á öðrum stöðum en vant er þar sem veðurfar hefur verið að mörgu leyti sérstakt, mikið um hægviðri og hita. Jakob Karls með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt á Digranesi, Grétar með einn að veiða tarf á sv.1, fellt á Digranesi, Ívar Karl með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt í Ytri Hágangi, Snæbjörn með þrjá að veiða tarfa á sv. 1, fellt á Digranesi, Eiður Gísli með einn að veiða tarf á sv. 1, fellt norðan við Háganga, Jón Egill með tvo að veiða tarfa á sv. 2, fellt í Polladæld, Eyjólfur Óli með einn að veiða tarf á sv. 2, fellt vestan við Snæfell, Stebbi Krism. með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Bjálfafell, Jónas Hafþór með einn að veiða kú á sv. 2, fellt vestan við Bjálfafell, Ólafur Gauti með einn að veiða tarf á sv. 2, Alli Hákonar með þrjá að veiða tarfa á sv. 2, Tóti Borgars með tvo að veiða kýr á sv. 3, Sævar með tvo að veiða kýr á sv. 4, fellt við Mjótind, Ómar með tvo að veiða kýr á sv. 6, fellt í Bratthálsi, Jónas Bjarki með einn að veiða kú á sv. 6, Alli Bróa með tvo að veiða tarfa á sv. 6, fellt í Fossdal í Stöðvarf. Jón Magnús með einn að veiða tarf á sv. 6, fellt í Ytri Hraundal, Gunnar Bragi með tvo að veiða tarfa og einn að veiða kú á sv. 7, tarfar felldir í Lónsheiði, Örn Þorsteins með tvo að veiða kýr á sv. 7, fellt við Bótarhnjúk, Henning með tvo að veiða tarf á sv. 9,
Til baka