Veiðifrétt

20.09.2023 09:03

20. september 2023

Seinasti dagur hreindýraveiðitímabilsins. Leiðinlegt veður hefur sett strik í reikninginn seinustu daga. Vonandi ná einhverjir að fella sín dýr í dag. Siggi Aðalsteins með veiðimenn á sv 1. fimm kýr felldar ofan við Hróaldsstaði við Efri Þverá og á Randíðarási. Eiður Gísli með veiðimenn á sv. 7, fjórar kýr felldar, tvær á Þakeyri og tvær á Melrakkanesfjalli. Veiðitímabilinu er þá lokið að þessu sinn. Aðeins fimm kýrleyfi af útgefnum kvóta voru ekki felld. 4 á sv. 7 og 1 á sv. 1. 34 kýrleyfi útgefin a´sv. 8. og sv. 9 eru svo í nóvemberveiðunum. Þakka leiðsögumönnum og veiðimönnum fyrir góð samskipti á tímabilinu.
Til baka