Svæðisáætlanir sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs
Í 6.gr. laga um meðhöndlun úrgangs er sett fram skylda sveitarstjórna um að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin skal gilda til tólf ára í senn og er sveitarstjórnum frjálst að vinna slíka áætlun einungis fyrir sveitarfélagið eða í samstarfi við fleiri sveitarfélög.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur haldið utan um útgáfu svæðisáætlana á heimasíðu sinni.
Frekari útfærslur og leiðbeiningar um gerð svæðisáætlana eru svo settar fram í 9.gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs (breyting 969/2014), en þar stendur:
Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir, sbr. 5. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Áætlunin skal taka mið af lögunum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Í áætluninni skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og hvernig sveitarstjórn hyggst ná markmiðum stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Í áætluninni skal jafnframt fjalla um úrgangs-forvarnir.
Við gerð áætlunarinnar skal sveitarstjórn auglýsa hana í sex vikur þannig að hagsmunaaðilar, almenningur og stjórnvöld hafi tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Kynna skal áætlunina í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfis¬mat áætlana. Sveitarstjórn skal að því loknu staðfesta áætlunina og skal hún vera aðgengileg almenningi. Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf sé á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Í þeim tilvikum þegar áætlunin þarfnast endurskoðunar skal hún unnin í samræmi við þessa grein. Sveitarstjórn er þó heimilt að uppfæra áætlunina án þess að auglýsa slíkar uppfærslur sérstaklega.
Eftir því sem við á og að teknu tilliti til landfræðilegra aðstæðna og umfangs svæðisins sem áætlunin tekur til skal a.m.k. koma fram í svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Með tilliti til landfræðilegra aðstæðna og umfangs skipulagssvæðisins geta svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs tekið til eftirfarandi: