Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Á vegum umhverfisráðuneytisins stendur almenningi til boða að koma á framfæri við ráðuneytið athugasemdum vegna undirbúnings að nýrri reglugerð um hávaða. Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins hefur skrifað drög að reglugerðinni og er um að ræða endurskoðun reglugerðar nr. 933/1999 um hávaða. Starfshópinn skipuðu starfsmenn umhverfisráðuneytisins, fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar.

Árið 2004 voru unnin drög að reglugerð um hávaða hjá umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun. Með hliðsjón af fjölda og umfangi athugasemda umsagnaraðila var ákveðið að vinna ný drög sem almenningi er nú gefinn kostur á að gera athugasemdir við.

Frestur til að koma með athugasemdir er til 15. september 2007.

Sjá frétt á heimasíðu umhverfisráðuneytisins

Drög að reglugerð um hávaða

Reglugerð nr. 933/1999 um hávaða

Reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir

Um hávaða á ust.is