14. maí.2014 | 09:30
Starfsleyfistillögur fyrir fiskimjölsverksmiðjur
Umhverfisstofnun hefur móttekið umsóknir fjögurra fiskimjölsverksmiðja. Þær eru:
- Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Hafnargötu 2 í Vestmannaeyjum.
- Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði fyrir fiskimjölsverkmiðju fyrirtækisins við Skólaveg 59 á Fáskrúðsfirði.
- Ísfélag Vestmannaeyja hf. fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Strandvegi 28 í Vestmannaeyjum.
- Síldarvinnslan hf. fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Strandarvegi 1-11 á Seyðisfirði.
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögur að starfsleyfum fyrir fyrirtækin. Tillögurnar ásamt fylgigögnum eru aðgengilegar hér á vef Umhverfisstofnunar í 8 vikur, frá 14. maí til 9. júlí 2014. Gögnin munu einnig liggja frammi á viðkomandi bæjarskrifstofum frá 19. maí nk.
Ekki er áformað að boða til almennra kynningarfunda (borgarafunda) um tillögurnar á auglýsingatíma nema eftir því verði sérstaklega óskað.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 9. júlí 2014.
Tengd gögn
Vinnslustöðin
Loðnuvinnslan
Ísfélag Vestmannaeyja hf.
Síldarvinnslan hf.