Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Með hækkandi sól flykkjast farfuglarnir til landsins og varpundirbúningur fer á fullt. Fuglasöngur ómar um loftið á meðan mörk óðala eru varin og keppni um álitlegasta makann fer fram. Hreiður eru byggð og útungun hefst.

Á Íslandi er að finna mörg mikilvæg fuglasvæði (IBA). Sum hver hafa verið friðlýst á seinustu áratugum eingöngu vegna fuglaverndar á meðan önnur svæði hafa verið friðlýst vegna annara ástæða en hafa engu að síður að geyma fjölskrúðugt fuglalíf sem ber að vernda.

Ein leið til að vernda fuglalíf á meðan varp stendur yfir og viðkvæma náttúru er að takmarka aðgang að svæðinu. Sum svæði eins og Eldey, Melrakkaey, Skrúður, Surtsey og Viðey í Þjórsá eru lokuð allt árið um kring á meðan önnur svæði eru aðeins lokuð yfir varptímann. Misjafnt er eftir svæðum hversu langur lokunartíminn er. Hægt er að fræðast nánar um hann hér að neðan eða í friðlýsingarskilmálum hvers svæðis fyrir sig.

Dyrhólaey hefur þó ekki verið lokuð algerlega yfir varptímann undanfarin ár. Hefur aðgangur að eyjunni verið heimilaður á meðan landvörður er til staðar í eyjunni. Hvernig opnuninni/lokuninni verður háttað ár hvert verður tilkynnt á næstu dögum.

 

Ástjörn
1. maí -15. júlí (á ekki við um fólkvangin, bara friðlandið) 
Bakkatjörn
1. maí -1. júlí
Dyrhólaey
1. maí – 25. júní (tímabil sem Umhverfisstofnun getur takmarkað aðgang að eyjunni)
Flatey
15. apríl – 15. ágúst
Grótta
1. maí – 1. júlí
Grunnafjörður í Borgarfirði
15. apríl – 15. júlí
Guðlaugstungur
1. maí – 20. júní ( á við um norðurhluta svæðisins, nánari mörk í friðlýsingarskilmálum)
Hrísey í Reykhólahreppi
15. apríl – 15. júlí
Hrútey í Blöndu
20. apríl til 20. júní
Kasthúsatjörn
1. maí – 1. júlí
Krossanesborgir
1. maí – 1. júlí
Miklavatn og Borgarskógar í Skagafirði 15. maí – 1. júlí
Þjórsárver
1. maí – 10. júní

Upplýsingar um mörk friðlýstu svæðana má finna í friðlýsingarskilmálum hvers svæðis fyrir sig með því að klikka á heiti svæðis.