Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur opnað fyrir skráningar á veiðikorta- og skotvopnanámskeið, sjá www.veidikort.is – undir Næstu námskeið.

Námskeiðin verða í boði víða um land í samstarfi við skotfélög viðkomandi svæðis. Mikilvægt er að skrá sig og greiða fyrir námskeiðin tímanlega.

Ýmislegt þarf að gera áður en mætt er á námskeið og því mikilvægt að lesa sér til um það á heimasíðunni um leið og viðkomandi skráir sig.

Skila þarf, m.a. ákveðnum gögnum inn til lögreglunnar sem þarf að yfirfara þau áður en viðkomandi getur sótt skotvopnanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar. Mikilvægt er því að gera það minnst tveimur til þremur vikum fyrir dagsett námskeið.

Þar sem bóklegt próf er tekið í lok námskeiða er mikilvægt að útvega sér og lesa vel þær bækur sem lagðar eru til grundvallar námskeiðanna, sjá upplýsingar á heimasíðu.