Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Ársfundur Umhverfistofnunar var haldin á Hótel Nordica föstudaginn 27. mars og sóttu hann vel á annað hundrað manns.

Setningarávarp flutti Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra og kom fram í máli hennar að umhverfismál væru orðin eitt mikilvægasta málefni samfélagsins og yrði sífellt mikilvægara í allri umræðu um framtíð lands og þjóðar. Jónína notaði tækifærið og þakkaði fráfarandi forstjóra Umhverfisstofnunar Davíð Egilsyni gott samstarf og vel unnin störf á liðnum árum og óskaði honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni. Hún bauð einnig nýjan forstjóra, Ellýju Katrínu Guðmundsdóttur, velkomna til starfa og kvaðst vænta góðs af samstarfi við hana í framtíðinni.

Davíð Egilson forstjóri flutti síðan skýrslu forstjóra og kom víða við í erindi sínu. Hann rakti vanda stofnunarinnar frá sínum sjónarhóli og kvaðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með stjórnsýsluúttekt sem gerð var á vegum Ríkisendurskoðunar á rekstri Umhverfisstofnunar á sl. ári. Sagði Davíð að meginvandi stofnunarinnar fælist í gríðarlegri aukningu verkefna á sviði umsjónar og framkvæmda með samningum Íslands og EES en litlir fjármunir hefðu komið til að mæta þessu. Davíð þakkaði síðan starfsfólki UST samstarfið á liðnum árum og kvað mörg tækifæri til sóknar á vettvangi stofnunarinnar og óskaði nýjum forstjóra velfarnaðar í starfi.

Fundarstjóri var Árni Bragason forstöðumaður Náttúruverndarsviðs Umhverfistofnunar.

Önnur erindi sem flutt voru á fundinum voru sem hér segir