Vöktun vatns

Með vatnaáætlun 2022–2027 fylgir vöktunaráætlun, en vöktun er mikilvægur liður í því að fylgjast með ástandi vatns. Margskonar starfsemi og framkvæmdir hafa áhrif á vatnshlot. Ástand vatnshlota má ekki hnigna og því þarf að vita hvert ástand þeirra er svo hægt sé að meta hvort tiltekin starfsemi eða framkvæmd muni valda breytingum á ástandi. Hér er um algera ófrávíkjanlega reglu að ræða þ.e. vatnshlot þurfa að ná þeim umhverfismarkmiðum sem hafa verið sett fyrir þau. Hér gegnir vöktun mjög mikilvægu hlutverki ásamt rannsóknum á grunnástandi ásamt því að setja fram ráðstafanir og mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir að ástand vatnshlots hnigni. Eingöngu er hægt að fylgjast með og staðfesta ástandi vatnshlota með rannsóknum og vöktun.

Í þeim tilfellum þar sem vatnshlot nær ekki góðri ástandsflokkun eða eru metin í hættu á að ná ekki umhverfismarkmiðum (aðgerðavöktun) þarf að gera áætlanir um úrbætur til að bæta úr ástandinu eða til að afla frekari upplýsinga til að staðfesta ástand. Vöktun er jafnframt notuð í þeim tilgangi að fá upplýsingar um grunnástand vatnshlota (yfirlitsvöktun) eða til að vakta tiltekin efni eða gæðaþætti sem grunur liggur á að valdi því að farið er yfir viðmiðunarmörk (rannsóknarvöktun). Tíðni vöktunar er breytileg eftir því hvaða vöktun er verið að framkvæma t.d. er tíðni vöktunar mun þéttari í tilfelli aðgerðarvöktunar samanborið við yfirlitsvöktun.