Mynd: Gabrielle Henderson - unsplash
Við endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð var skipaður samstarfshópur. Í honum áttu sæti fulltrúar frá Snæfellsbæ, Minjastofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands og Ferðamálasamtökum Snæfellsness auk Umhverfisstofnunar.
Eftirtaldir fulltrúar skipuðu samstarfshópinn:
Reglulegir samstarfsfundir hópsins voru haldnir frá 12. maí 2020 – 4. október 2021 en á því tímabili fór megin textavinna fram. Áætlunin var lögð fram til almennrar kynningar í júní 2022 og var frestur gefinn fram í september til að skila inn athugasemdum og umsögnum. Erindi voru send til samráðsaðila þar sem vakin var athygli á kynningartímanum og voru drögin auglýst á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Alls bárust athugasemdir eða umsagnir frá átta aðilum auk umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfesti áætlunina 24. mars 2023 í nýrri þjóðgarðsmiðstöð sem opnuð var þann dag.
Fundir samstarfshóps - fundargerðir: