Veiðifréttir

25. júlí 2019

Þá er nú þokunni að létta í augnablikinu. Siggi Aðalsteins með tvo á sv. 1, Jónas Hafþór með einn á sv. 1, fellt í Þrætutungum, Snæbjörn með einn á sv. 1, Jakob Karls með einn á sv. 1, fellt sunnan við Sandfell, Sævar með einn á sv. 5, Gunnar Bragi með einn á sv. 8. fellt í Blágilsbotnum. Ekki náðu allir að veiða, þokan setti strik í reikninginn. ...

24. júlí 2019

Þokan og rigningin hefur aftur ná yfirhöndinni... enginn enn skráður til veiða í dag. ...

23. júlí 2019

Ívar Karl með einn á sv. 1, fellt í Þrætutungum, Siggi Aðalsteins með tvo á sv. 1, Alli Hákonar með einn á sv. 1, fellt í Þrætutungum. vænn tarfur vigtaði 110 kg., Gunnar Bragi með einn á sv. 8. fellt við Seltind. ...

22. júlí 2019

Aðeins að rofa til, þokan að lyfta sér. Jónas Bjarki með einn á sv. 7, fellt í Auðunnardal í Berufirði tíu tarfa hópur þar, margir ungir, Eiður Gísli með einn mann á sv. 6, fellt ofan við Ós í Breiðal úr 17 tafa hópi, Ólafur Gauti með einn á sv. 1, fellt á vestanverðu Digranesi. ...

21. júlí 2019

Enginn skráður enn til veiða í dag, enda víðast hvar þoka og mikil rigning á Héraði . ...

20. júlí 2019

Þoka og rigning. Grétar með einn á sv. 1, Siggi með einn á sv. 1 ef léttir til..... Ekkert veitt þoka og rigning. ...

19. júlí 2019

Jón Egill með tvo á sv. 2, fellt við Þórfell á Fljótsdalsheiði, Ívar Karl með einn á sv. 2, fellt við Búðalæk í Tungu, Siggi Aðalsteins með einn á sv 1. þoka fór ekki. Jónas Bjarki með einn á sv. 6 Eiður Gísli með einn mann á sv. 6. ...

18. júlí 2019

Enginn skráður til veiða í dag. ...

17. júlí 2019

Þriðji dagur þessa veiðitíma. Þegar þokan grá liggur víða getur verið snúið að veiða hreindýr. Siggi Aðalsteins með einn á sv. 1. Ekkert veitt í dag. ...

16. júlí 2019

Björn Ingvars með einn á sv. 3, fellt í Urðardal í Njarðvík, Siggi Aðalsteins með tvo á sv. 1. annar felldur við Smjörvötn. ...