Þann 31. desember 2020 lýkur aðlögunartímabilinu vegna útgöngu Bretlands úr ESB sem gerir það að verkum að landið fær stöðu þriðja ríkis gagnvart ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu frá 1. janúar 2021. Hér að neðan er tekið saman hver áhrifin af því verða í helstu málaflokkum sem falla undir efnalög.
Síðan verður uppfærð eftir því sem aðstæður varðandi Brexit breytast.
Ýmsar upplýsingar má nálgast á vef Efnastofnunar Evrópu varðandi stöðu fyrirtækja eftir Brexit í þeim málaflokkum sem eru á forræði þeirrar stofnunar:
Smelltu á tengil hér að neðan til að skoða upplýsingar um áhrif á viðkomandi vöruflokk/regluverk.
Efnavörur sem ekki heyra undir sértækari ákvæði skv. öðru regluverki eru háðar skráningarskyldu innihaldsefna skv. REACH og allar efnavörur þarf að flokka með tilliti til hættu skv. reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir.
Efnavörur frá Bretlandi, sem settar voru á markað á EES fyrir 1. janúar 2021, verða áfram löglegar í aðfangakeðjunni á innri markaði ESB allt þar til þær komast í hendur endanlegs notanda og kann sú staða að verða uppi talsvert lengi fyrir vörur sem hafa langan líftíma.
Tollflokkun vöru getur gefið vísbendingu um það hvort hún falli undir efnalög. Til hægðarauka eru hér að neðan teknir saman þeir kaflar í tollskrá sem innihalda tollflokka fyrir vörur sem falla undir ákvæði í efnalögum. Listinn kann ekki að vera tæmandi.
Ef breyta þarf um heimilisfang á merkingum vöru vegna þess að staðfesta framleiðenda/birgis/ábyrgðaraðila færist frá Bretlandi yfir í aðildarríki á EES skal áréttað að gefið sé upp heimilisfang sem vísar til staðsetningar, þar sem þess er krafist, en ekki aðeins vísað í veffang.
Ekki skýr áhrif umfram það sem kemur fram að ofan um efnavörur almennt.
Meira um eldsneyti á vef stofnunarinnar
Innflutningur:
Útflutningur:
Meira um flokkun, merkingu og umbúðir á vef stofnunarinnar
Innflutningur vetnisflúorkolefna er háður takmörkunum en þær takmarkanir ná jafnt til efna sem flutt eru inn frá öðrum ríkjum EES og þeirra sem flutt eru inn frá þriðja ríki. Brexit hefur því ekki áhrif á þann þátt.
Eins og með fleiri málaflokka getur Brexit haft áhrif á innflutning vara og búnaðar með tilgreinda dagsetningu banns við setningu á markað. Í reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir vísar setning á markað til þess að bjóða vöru fram á markaði innan EES í fyrsta skipti. Heimilt er að bjóða vöru fram á markaði eftir gildistöku banns ef varan var sett á markað fyrir gildistökuna.
Handhafar skírteina vegna vottunar sem krafist er í reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir og gefin eru út af yfirvöldum í Bretlandi geta haft samband við Umhverfisstofnun um hvernig viðhalda megi réttindunum eftir úrgöngu Bretlands úr ESB.
Varðandi skráningar, hættuflokkun og annað vísast til upplýsinga að ofan um efnavörur almennt.
Meira um F-gös á vef stofnunarinnar
Bretland er aðili að Minamatasamningnum um kvikasilfur og því mun Brexit ekki hafa áhrif á framkvæmd hans.
Ekki veruleg áhrif varðandi efnin umfram það sem kemur fram að ofan um efnavörur almennt, enda innflutningur og markaðssetning bönnuð nema í undantekningartilfellum. Óheimilt verður að flytja tiltekinn búnað, sem virkar ekki án ósoneyðandi efna, frá Bretlandi eftir útgönguna.
Meira um ósoneyðandi efni á vef stofnunarinnar
Tímabundnar skráningar:
Gagnkvæm viðurkenning á markaðsleyfi:
Leyfi fyrir hliðstæðum viðskiptum:
Sjá einnig upplýsingar á vef framkvæmdastjórnar ESB um Brexit.
Meira um plöntuverndarvörur á vef stofnunarinnar
Þær skyldur sem REACH leggur á fyrirtæki ná ekki til fyrirtækja utan EES. Í kjölfar BREXIT verða fyrirtæki í Bretlandi utan EES og geta því ekki uppfyllt skyldur reglugerðarinnar. Þannig verður t.a.m. íslenskur innflytjandi efnavöru frá Bretlandi, sem hingað til hefur verið eftirnotandi í skilningi REACH, nú innflytjandi með tilheyrandi auknum skyldum.
Íslensk fyrirtæki sem kaupa efnavöru af breskum birgjum þurfa því að staðfesta að skráningar innihaldsefna hafi verið fluttar til aðila innan EES fyrir 1. janúar 2021, finna sér nýja birgja innan EES eða sjá sjálf um skráningu efnanna.
Meira um REACH á vef stofnunarinnar
Ekki skýr áhrif umfram það sem kemur fram að ofan um efnavörur almennt.
Innflutningur:
Útflutningur:
Meira um snyrtivörur á vef stofnunarinnar
Reglur varðandi innflutning sæfivara frá Bretlandi verða þær sömu og fyrir innflutning frá löndum utan EES.
Meira um sæfivörur á vef stofnunarinnar
Innflutningur:
Útflutningur:
Meira um þrávirk lífræn efni á vef stofnunarinnar
Innflutningur:
Útflutningur:
Meira um þvotta- og hreinsiefni á vef stofnunarinnar