Margs konar loftmengunarefni geta losnað út í andrúmsloftið í eldgosum og valdið mengun í andrúmsloft, úrkomu, drykkjarvatni og gróðri. Í sumum eldgosum er öskufall helsta vandamálið eins og t.d. í gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Í gosinu í Holuhrauni 2014-2015 var gasmengun helsta vandamálið og í eldgosum í Heklu er askan oft mjög flúorrík sem getur skapað vandamál hjá grasbítum. Í næsta nágrenni eldstöðva geta gastegundir verið í lífshættilegum styrk en fjær eldgosum getur gas og gosaska valdi ama, óþægindum og neikvæðum heilsufarsáhrifum. Því er nauðsynlegt að vakta styrk þessara efna og koma upplýsingum um stöðuna hverju sinni til almennings. Hér að neðan eru ýmskonar upplýsingar um vöktun loftgæða, hvernig hægt er að meta sjónrænt styrk ösku í andrúmslofti og rétt viðbrögð þegar mengun frá eldgosi leggst yfir.
Litirnir í töflunni miða eingöngu við styrk SO2 í 10-15 mínútur. Áhrif loftmengunar á heilsu eru háð þeim tíma sem fólk dvelur í menguninni. Ef dvalið er lengur en 10-15 mínútur í mengun má búast við meiri áhrifum á heilsu en taflan segir til um. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 µg/m3 og heilsuverndarmörk fyrir sólarhring eru 125 µg/m3.
Styrkur SO2 í 10-15 mín |
Lýsingar á loftgæðum og áhrifum á fólk |
Ráðleggingar um viðbrögð |
|||
μg/m3 |
ppm |
Öll börn. Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og viðkvæmir einstaklingar* |
Heilbrigðir einstaklingar | ||
Góð | |||||
0-350 |
0-0,1 | Yfirleitt engin áhrif á heilsufar. | Getur fundið fyrir áhrifum. Börn eiga ekki að sofa úti í vagni. | Áhrif á heilsufar ólíkleg. | |
Sæmileg | |||||
350- 600 |
0,1-0,2 | Viðkvæmir einstaklingar: Getur valdið óþægindum í öndunarfærum (hósta). Heilbrigðir einstaklingar: Erting í augum, nefi og koki |
Farið með gát, fylgist með mælingum. Dragið úr áreynslu utandyra ef þið finnið fyrir einkennum. Lítil börn eiga ekki að sofa úti í vagni. Eldri börn eiga ekki að reyna á sig utan dyra. Slökkvið á loftræstingu. |
Áhrif á heilsufar ólíkleg. Slökkvið á loftræstingu. | |
Óholl fyrir viðkvæma | |||||
600-2.600 |
0,2-1,0 | Viðkvæmir einstaklingar: Hósti. Erting í augum, koki og nefi. Heilbrigðir einstaklingar: Getur valdið einkennum frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki |
Forðist áreynslu utandyra og börn eiga ekki að vera útivið nema til að komast til og frá skóla. Slökkvið á loftræstingu. |
Áhrif á heilsufar ólíkleg en gagnlegt að draga úr áreynslu utandyra. Andið í gegn um munn og nef. Slökkvið á loftræstingu. |
|
Óholl | |||||
2.600-9.000 |
1,0-3,0 | Viðkvæmir einstaklingar: Hósti og höfuðverkur. Erting í augum, nefi og koki. Heilbrigðir einstaklingar: Sömu einkenni en vægari og ef til vill engin. |
Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. | Forðist áreynslu utandyra. Þeir sem hafa tök á haldi sig innandyra. Lokið gluggum og slökkvið á loftræstingu. | |
2.600 | 1,0 | Vinnuverndarmörk í 15 mín. | Öll vinna utandyra bönnuð nema með viðeigandi gasgrímu og gasmæli. | Öll vinna utandyra bönnuð nema með viðeigandi gasgrímu og gasmæli. | |
Mjög óholl | |||||
9.000-14.000 |
3.0-5.0 | Allir líklegir til að finna fyrir miðlungs- eða alvarlegum einkennum frá öndunarfærum. | Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. | Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. |
|
Hættuástand | |||||
>14.000 |
>5.0 | Alvarleg einkenni frá öndunarfærum eru mjög líkleg bæði fyrir heilbrigða og viðkvæma. | Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. | Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. |
* Öll börn. Fullorðnir með astma (sögu um ýl og/eða surg fyrir brjósti, eða greindan astma), berkjubólgu, lungnaþembu og hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar leiðbeiningar gilda einnig um barnshafandi konur.
Fari styrkur SO2 yfir mengunarmörkin 1.300 µg/m3 að meðaltali yfir 8 klst. tímabil skal stytta vinnutímann í hlutfalli við styrk mengunarinnar eða starfsmenn noti viðeigandi öndunargrímur.
Fari styrkur SO2 yfir mengunarmörkin 2.600 µg/m3 að meðaltali á 15 mínútna tímabili skal vinnu hætt eða starfsmenn noti viðeigandi öndunargrímur.
Sjá nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins.
Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk
Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu.
Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.
Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun. Vísindamenn og viðbragðsaðilar sem eru við vinnu nálgægt gosstöðvum þurfa að hfa tiltækar gasgrímur með kolafilter og gasmæla sem vara við hættulega háum styrk.
Fjær eldstöðvum er gasmengun venjulega ekki lífshættuleg en getur valdið óþægindum, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma.
Styrkur ösku getur orðið hár í öskufalli meðan á gosi stendur en einnig í öskufoki sem getur verið til staðar vikum eða jafnvel mánuðum saman að eldgosi líkur. Þar sem eru svifryksmælar er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um styrk ösku í andrúmslofti en einnig er hægt að meta gróflega með sjónrænu mati styrk ösku í andrúmslofti.
Þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna ösku og klukkustundarmeðaltal svifryks fer yfir 400 µg/m3 er rétt að hafa eftirfarandi í huga:
Ákveðinn hópur fólks er viðkvæmari fyrir svifryki en aðrir, t.d. fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma. Viðkvæmustu einstaklingar þess hóps geta fundið fyrir auknum einkennum frá sínum sjúkdómum við mun lægri styrki, jafnvel niður fyrir 100 µg/m3.
Heildarmagn þeirrar ösku sem einstaklingur andar að sér yfir daginn er háð styrk öskunnar í andrúmlofti og athöfnum viðkomandi. Þannig eykur útvera og aukin líkamleg áreynsla í miklu öskufoki innöndun öskunnar enn frekar. Þegar styrkur klukkutímameðaltals svifryks er farin að mælast í hundruðum míkrógramma á rúmmetra (µg/m3) er ekki hægt að mæla með langvarandi útiveru. Erfitt er að fastsetja ákveðna tölu en þó má segja að við 400 µg/m3 ætti fólk að forðast langvarandi óþarfa útiveru. Ekki eru alls staðar svifryksmælar en þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna öskufoks er mikið svifryk á ferðinni.
Aðgerðir eins og lýst er hér að ofan gagnast vel til að takamarka innöndun öskunnar í miklu öskufoki til að lágmarka áhrif á öndunarfærin. Viðbúið er að öskufok geti komið reglulega í sumar og því gott að þekkja til ráða sem lágmarka áhrif á öndunarfærin.
Almennt er mælt með P2 síum til að verjast gosösku. Ekki er talin þörf á notkun P3 grímna. Mjög einstaklingsbundið er hversu vel fólki gengur að nota rykgrímur og sumum þykja P2 grímurnar óþægilegar. Minnsta mótstaðan er í P1 síum og fyrir fólk sem finnst óþægilegt að anda gegnum P2 síu er P1 sían vissulega kostur því hún heldur þó frá um 80% af rykinu.
Rykgrímum er skipt upp í þrjá flokka eftir þéttleika þeirra:
Upplýsingar um loftgæðamælingar á Íslandi má sjá á vefsíðunni loftgæði.is. Þar sem ekki eru mælistöðvar má styðjast við það sem kemur fram í þessu myndbandi til að fá gróft mat á styrk ösku/svifryks í andrúmslofti.
Hér er listi yfir helstu upplýsingaveitur þar sem fjallað er með einum eða öðrum hætti hættur af völdum loftmengunar frá eldgosum.
Loftgæðamælingar á Íslandi. Gögn uppfærast á klukkutíma fresti
Upplýsingar um dreifingu öskufalls og/eða gasmengunar frá eldgosum
Landlæknir - Tilkynningar sem snerta heilbrigðismál vegna eldgosa
Matvælastofnun - Upplýsingar sem snerta dýr og matvæli vegna gosmengunarinnar.
Almannavarnir - Upplýsingar frá Almannavörnum.
Frá eldgosum losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Í mörgum gosum er öskufall helsta vandamálið en einnig losna ýmsar gastegundir sem geta verið varasamar ef þær eru í háum styrk. Algengustu gosgufurnar eru koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2). Auk þess losna önnur efni eins og brennisteinsvetni (H2S), vetni (H2), kolmónoxíð (CO), vetnisklóríð (HCl), vetnisflúoríð (HF), og helíum (He), en í minna magni.
Aðaláhrif á heilsu manna eru af völdum SO2, helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Einstaklingar með undirliggjandi astma, berkjubólgu, lungnaþembu og hjartasjúkdóma er viðkvæmara fyrir SO2, heldur en heilbrigðir einstaklingar og fær einkenni við lægri styrk en aðrir. Þeim er því ráðlagt að hafa öndunarfæralyf tiltæk. Enda þótt ekki séu til áreiðanleg gögn um að börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir SO2 er allur varinn bestur og skynsamlegt að ráðleggingar fyrir fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma gildi líka fyrir börnin.
Það er því áríðandi að fylgjast með styrk SO2 í andrúmslofti. Veðurstofan gerir daglegar spár um styrk ösku og brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofi. Tilgangurinn er að vara almenning við á þeim svæðum þar sem líkur eru á háum styrk og eru niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu Veðurstofunnar.
Það skal ítrekað að ekki er hægt að sjá fyrir allar kringumstæður og því er mikilvægt að bregðast við óvæntri mengun. Almenningur er því hvattur til að bregðast við ef gosmokkur kemur óvænt, halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu, ef þeir verða varir við óþægindi af völdum gosmökksins.
Víða um land eru loftgæðamælistöðvar og margar þeirra mæla svifryk, sem er þá mælikvarði á styrk ösku í andrúmsloftinu og/eða brennisteinsdíoxíð (SO2). Niðurstöður mælinga má sjá á síðunni loftgæði.is .
Spurt: Hvar er hægt að finna upplýsingar um loftmengun.
Svar: Víða um land eru loftgæðamælistöðvar og margar þeirra mæla svifryk, sem er þá mælikvarði á styrk ösku í andrúmsloftinu og/eða brennisteinsdíoxíð (SO2). Niðurstöður mælinga má sjá á síðunni loftgæði.is
Spurt: Er óhætt að láta ungabörn sofa úti þegar mengun frá eldgosi liggur yfir.
Svar. Ungabörn ættu ekki að sofa úti í þegar mikil loftmengun er til staðar.
Spurt: Eru börn viðkvæmari fyrir loftemngun en fullorðnir.
Svar: Rétt er að líta á öll börn sem viðkvæman hóp og sömu ráðlegginar eiga því við um þau og t.d. fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma þ.e. að forðast útsetningu mengunar eins og hægt er.
Spurt: Hver eru áhrif öskufalls og/eða gasmengunar á skepnur?
Svarað: Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er almennt mikilvægt að tryggja eins og kostur er að skepnur gangi ekki á landi nálægt gosstöðvum þar sem hætta er á loftmengun. Gasmengun sest í lægðir og getur valdið köfnun næst eldstöðum .Forðast álag á skepnur þegar loftmengun er mikil, t.d. hlaup og streituvaldandi aðstæður. Aska og gastegundir gata valdið ertingu í öndurfærum og augum. Ef öskufall er flúormengað getur flúorstyrkur í grasi orðið skaðlegur grasbítum. Við þannig aðstæður er best að halda skeppnum inni. Ef ekki er möguleiki á að hafa skepnur á húsi er nauðsynlegt að halda þeim frá beit og hafa þær í aðhaldi, t.d. með rafmagnsgirðingum, og gefa vel af ómenguði heyi, en þó ekki mikið í einu. Einnig er nauðsynlegt að brynna gripum eða sjá þeim fyrir rennandi vatni svo þeir þurfi ekki að éta öskumangaðan snjó eða drekka úr pollum því það geti leitt til flúoreitrunar.
Frekari upplýsingar um hættur fyrir dýr veitir Matvælastofnun. Hægt er að senda fyrirspurn á mast@mast.is eða hringja í síma 530 4800.
Spurt: Eigið þið hjá Umhverfisstofnun til lista yfir mismunandi magn brennisteinsdíoxíðsmengunar og hvernig mismundi grímur geta varið öndunarfæri ?
Svarað: Já, við erum með töflu sem sýnir skýrt hvað áhrif mismunandi styrkur brennissteinsdíoxíðsmengunar hefur bæði á þá sem sem er heilbrigðir og svo hina sem veikari eru fyrir. Hvað grímurnar varð þá duga rykgrímur og einföld hlífðargleraugu ekki því um er að ræða gas en ekki ösku. Aðeins gasgrímur duga til að verjast brennisteinsdíoxíði. Þar sem mengunin kemur í stuttum toppum í byggð er ekki ástæða að mæla með því við almenning að koma sér upp slíkum búnaði. Rakur klútur fyrir vitum getur þó komið að einhverju gagni ef fólk þarf nauðsynlega að vera úti þegar topparnir ganga yfir.
Spurt: Er nokkur leið að vita fyrirfram hvenær búast má við mengunartoppum frá eldgosinu?
Svarað: Já Veðurstofan gefur daglega út spá um dreifingu ösku og brennisteinsdíoxíð á vefsíðu sinni.