Matorka ehf., Grindavík

Starfsleyfi þetta gildir fyrir Íslenska matorku ehf. kt. 480210-0930, til reksturs fiskeldisstöðvar í Grindavík og er heimilt að framleiða í stöðinni árlega allt að 3.000 tonnum af bleikju og borra.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 14. janúar 2031.