Geitland, Borgarbyggð

 

 

Geitland

Geitland var friðlýst árið 1988. Svæðið er í uppsveitum Borgarfjarðar. Geitlandið nær frá Langjökli að sunnan og austan og afmarkast af Hvítá að norðan og Geitá að vestan. Svæðið einkennist af víðáttumiklu hraun- og sandflæmi. Víða má þó finna gróinn svæði. 

 

Stærð friðlandsins er 12.281,7 ha.

Aðgengi

Öllum er heimil för um svæðið sé góðrar umgengni gæt. Svæðið einangrast af ám sem gerir aðgang að svæðinu aðeins erfiðara um vik. Brú er þó yfir Geitá og vegur liggur í gegnum hlutafriðlandis að Langjökli. Ekki eru merktar gönguleiðir innan svæðis.

Umgengissreglur

  • Mannvirkjagerð og jarðrask allt er bannað án leyfis Umhverfisstofnunar. 
  • Óheilmit er að beita búfé innan friðlandsins næstu 10 árin a.m.k.
  • Umferð vélknúinna ökutækja er óheimil utan vega og merktra slóða.
  • Öllum er heimilför um friðlandið, enda sé góðrar umgengni gætt.
  • Óheimilt er að skerða góður, trufla dýralíf eða raska jarðmyndunum.

Um friðlandið

Geitlandið var lengi vel afréttur í uppsveitum Borgarfjarðar. Svæðið er nokkuð stórt eða um 122 ferkílómetrar. Þar er að finna jökulárkaldavermslá, fossa, jökla, formfögur fjöll, gíga, hraun og sanda, en þar má líka finna svæði sem eru gróin. Geitland liggur á milli tveggja jarða Kalmanstungu og Húsafell. Hvítá skilur að Kalmanstungu og Geitland og Geitá skilur að Húsafell og GeitlandsÍ miðju Geitlandinu rennur Svartá og skiptir Geitlandinu í tvennt í norður- og -suðurland. Svartá virðist nær oftast lítil og meinlaus, en hefur í gegnum tíðina valdið miklu usla og átt stóran þátt í því að uppblástur á svæðinu er töluvert mikil. Svartá á upptök sín úr Langjökli líkt og Geitá, en í miklum leysingum og úrkomu getur hún borið með sér mikið magn af leir og sandi. Í lok sumars 2020 varð stór flóð í Svartá, en Svartá og Geitá sameinast í Hvítá neðst í Geitlandinu. Flóð þetta varð til þess að meðalrennsli Hvítá nær þrefaldaðist á skömmum tíma. Afleiðingar þessa flóðs gætti allt frá Geitlandi og meðfram allri Hvítá allt niður að Borgarnesi. 

Sjá nánari upplýsingar um skyndiflóð á vef Veðurstofunnar.

 

Saga

Samkvæmt Landnámu nam Úlfur Grímsson Geitland og miklar ættir eru frá honum komnar, þ.á.m. Sturlungar. Byggð var í Geitlandi líklega fram að aldamótum 1600 og merki um slíkt má sjá á tveimur stöðum. Til er þjóðsaga um hverinn Skriflu, en hverinn á að hafa fært sig frá Geitlandi og niður í Reykholt þar sem hann er nú. Sagan segir að Skrifla hafi verið við bæ einn í Geitlandi sem bar nafnið Reykholt. Sagt er að blóðföt af manni sem veginn var saklaus, hafi verið þveginn í hvernum. Skrifla mótmælti þessu, stakk sér í jörðu og leitaði niður í sveit. Skrifla kom svo upp í Teitsgili sem er austan við Bæjarfellið á Húsafelli, þar næst í Laugarbrekkum sem er fyrir ofan Húsafellsbæinn. Næsta kom hún upp á Stór-Ási og þaðan í áföngum niður í Reykholt þar sem Skrifla er enn. Skrifla á að hafa skilið eftir sig slóð heitra lauga á leið sinni (Kristleifur Þorsteinsson, 1938). Á kortavefsjá Minjastofnunar má sjá merkt inná tvær minjar um fyrri tíma í Geitlandi, annars vegar Kot(Geitland) og Hamraendar. Á báðum þessum stöðum má sjá leifar frá fyrri tíma svo sem tóftir og túngarða. Síðasti bóndi í Koti er talinnhafa verið Jökla-Helgi. Hann mun hafa verið uppi á 17.öld og rekja fjölmargir Borgfirðingar ættir sínar til hans. 

 

Myndin sýnir sandflæmi með fjallgarða í fjarska

Nýting

Geitlandið hefur verið nýtt af bændum og búaliði og er enn að hluta nýtt. ÍGeitlandinu er mikiðberjaland þó einkum krækiber. Fjallagrasaland er mjöggott í Geitlandi og var nýtt töluvert hér áður fyrr. Þá má finna töluvert af einir og voru ber af honum týnd til brennivínsgerðar.Geitlandið þótti gott rjúpnaland og var veiði mikið stunduð á rjúpum til útflutnings. Geitlandið var lengi vel afréttur og nýttur til beitar á búfénaði jafnt sumar sem og á vetrum þegar það tíðkaðist. Eflaust hefur skógur verið nýttur, en getið er um skógarnytjar í gömlum heimildum þegar Geitlandið var eign KirkjunnarÍ Geitlandi var kvarnsteinanáma sem nýtt var allt fram á síðustu áratugi 19.aldar. Bændur á Húsafelli sóttu kvarnarsteina í Geitlandið á hestum og hjuggu í kvarnarsteina og seldu víða. 

Ásgeir Bjarnason & Kristleifur Þorsteinsson. (1938). Héraðssaga Borgarfjarðar. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja hf (2.bindi).

Kristleifur Þorsteinsson. (1944). Úr byggðum Borgarfjarðar. Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur H.F (1.bindi).