Losun Íslands

Árlega skilar Umhverfisstofnun Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (National Inventory Report - NIR) til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (United Nation Framework Convention on Climate Cange – UNFCCC) í samræmi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Losunarbókhald Íslands með gróðurhúsalofttegundir er bókhald um bæði losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti og er unnið í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Losuninni er skipt niður í flokka eftir því hver uppspretta losunarinnar er: orka (jarðeldsneytisbruni og jarðvarmafyrirtæki); iðnaðarferlar og efnanotkun (málmframleiðsla, notkun ýmissa efna eins og leysiefna, kælimiðla og flugelda), landbúnaður (húsdýr og áburðarnotkun), úrgangur (urðun úrgangs, meðhöndlun skólps og jarðgerð) og landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (Landuse, landuse change and forestry – LULUCF). Losun frá LULUCF fellur ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Binding kolefnis úr andrúmslofti sem á sér stað t.d. við skógrækt er talin fram undir flokknum LULUCF og getur Ísland talið fram ákveðna bindingu frá LULUCF að einhverju leyti á móti losun frá öðrum geirum, en það er að mjög takmörkuðu leyti. Losun frá alþjóðaflugi og alþjóðasiglingum er metin og kemur fram í losunarbókhaldinu, en er ekki hluti af losun sem telur gagnvart ESB og UNFCCC.

Útdrátt á íslensku úr nýjustu Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda er hægt að finna hér.

Árið 2017 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda 4.755 kílótonn af CO2 ígíldum (án losunar frá LULUCF), sem er 2,5% aukning í losun frá árinu 2016 og 32,1% aukning frá árinu 1990. Mest var losunin árið 2008 eða 5.241 kílótonn af CO2-íg.

Þegar horft er á heildarlosun árið 2017 (án LULUCF, alþjóðaflugs og alþjóðasiglinga), má sjá að mest losun kemur frá iðnaðarferlum, næstmest frá orku, svo landbúnaði og minnst losun frá úrgangi. Frá árinu 1990 til 2017 hefur hlutfall losunar frá iðnaðarferlum aukist úr 27% til 43%, hlutfall losunar frá orku hefur minnkað úr 52% í 40% á sama tímabili. Nánari upplýsingar um losun frá hverjum flokki má sjá undir flipanum „Losun eftir flokkum“.

Mynd nr.7 – Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda 1990-2017, LULUCF (kt CO2-ígildi)

 

Í losunarbókhaldinu er losun gróðurhúsalofttegunda gefin upp í CO2-ígildum, en er einnig gerð grein fyrir því hversu mikil losun er af hverri gróðurhúsalofttegund. Gróðurhúsalofttegundirnar sem gefnar eru upp í bókhaldinu eru CO2, CH4, N2O, PFC, HFC, SF6 og NF3.

Gróðurhúsalofttegundirnar hafa mismunandi áhrif á hitastig í andrúmsloftinu. Þegar heildarútstreymi gróðurhúsalofttegundar (GHL) er metið er hverri lofttegund gefinn tiltekinn stuðull sem miðast við þessi ólíku áhrif. Þessi stuðull kallast hlýnunarmáttur og ræðst annars vegar af hlutfallslegum samanburði á áhrifum hennar á hitastig jarðar og hins vegar af áhrifum CO2 á tilteknu tímabili. Magn GHL er því gefið upp í CO2-ígildum. Nánar um gróðurhúsalofttegundirnar má lesa hér.

Hlýnunarmáttur gróðurhúsalofttegunda

Gróðurhúsalofttegund

Efnaformúla

Hlýnunarmáttur (GWP)[1]

Koldíoxíð

CO2

1

Metan

CH4

25

Glaðloft

N2O

298

Brennisteinshexaflúoríð

SF6

23,900

Flúorkolefni PFC

PFC 14

CF4

7,900

PFC 116

C2F6

12,200

PFC 218

C3F8

8,830

Vetnisflúorkolefni HFC

HFC-23

CHF3

14,800

HFC-32

CH2F2

675

HFC-125

C2HF5

3,500

HFC-134a

C2H2F4 (CH2FCF3)

1,430

HFC-143a

C2H3F3 (CF3CH3)

4,470

HFC-152a

C2H4F2 (CH3CHF2)

124

HFC-227ea

C3HF7

3,220[1] skv. IPCC Assessment Report 4 (2007); 100-year time horizon

Íslandi ber að skila skýrslu til ESB um stefnur og aðgerðir sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, ásamt því að framreikna út frá þeim losun fram til ársins 2035. Í ár skilaði Umhverfisstofnun í fyrsta sinn slíkri skýrslu til ESB en hún mun framvegis verða lykilverkfæri í því að meta jafnóðum hverju fyrirhugaðar aðgerðir skila í samdrætti á losun. Upplýsingunum í skýrslunni mun einnig vera skilað til UNFCCC í tvíæringsskæyrslu (Biennial Report) sem skilað verður í lok árs.

Íslenskan útdrátt úr skýrslu um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands 2019, ásamt  heildarskýrsluna á ensku má finna undir flipanum „Skýrslur og ítarefni“.

Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað við að safna saman upplýsingum um stefnur og aðgerðir í samráði við hagaðila úr ýmsum áttum en auk þess var stuðst við áætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í loftslagsmálum. Skýrslan bregður upp sviðsmynd sem sýnir mögulegan samdrátt í losun árið 2035 út frá árangri þeirra aðgerða sem þegar hafa verið tölusettar, kostnaðarmetnar og eru annað hvort þegar komnar af stað eða búið að staðfesta að hefjist innan skamms. Í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum voru 6 af 34 aðgerðum því metnar til samdráttar í losun miðað við þessar forsendur. Þrátt fyrir að tekist hafi að meta fáar þeirra aðgerða sem ákveðnar hafa verið sýndi framreiknun samdrátt til ársins 2030 um 19% af losun gróðurhúsalofttegunda miðað við árið 2005. Það er því enn til mikils að vinna og gera má ráð fyrir að endanleg útfærsla aðgerðaráætlunarinnar muni sýna fram á enn meiri samdrátt í losun. Mestan samdrátt í losun mátti sjá vegna aðgerða sem tengjast rafbílavæðingu landsmanna.

Kyótó-bókunin

Fyrsta skuldbindingatímabilið 2008-2012 (CP1)

Uppgjöri á losunarheimildum fyrir fyrsta viðskiptatímabil Kýótó-bókunarinnar, sem fyrir árin 2008– 2012 lauk í upphafi árs 2016. Ísland stóð við skuldbindingar sínar á tímabilinu. Á fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar frá 2008 til 2012 námu losunarheimildir Íslands tæplega 18.524 kt CO2-ígilda. Samkvæmt sérstakri ákvörðun Loftslagssamningsins (oft nefnd „íslenska ákvæðið“) er Íslandi þó heimilt að halda losun frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvera utan við losunarskuldbindingar sínar eftir að losunarheimildir hafa verið fullnýttar, samkvæmt tilteknum reglum.

 

Heildarlosun Íslands á tímabilinu rúmlega 23.356 kt. CO2-íg. Ísland gerði upp tæplega 20.099 þúsund losunarheimildir og rúmlega 3.257 þúsund voru tilkynntar sérstaklega undir íslenska ákvæðinu. Upplýsingar um uppgjör Íslands sem og annarra ríkja má finna áheimasíðu Loftslagssamningsins

 

Annað skuldbindingatímabilið 2013-2020 (CP2)

Samkvæmt Doha-breytingunni (samþykkt af Íslandi 7. október 2015) skal Ísland ekki losa meira en 80% af 1990 losun sinni árið 2020 til að uppfylla skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar (2013-2020). Skuldbindingar Kýótóbókunarinnar ná ekki til losunar frá alþjóðaflugi né losunar frá landnotkun, breyttri landnotkun eða skógrækt (LULUCF), þó svo að gerð sé grein fyrir þeirri losun í losunarbókhaldi Íslands. Aðildaríki geta þó talið sér bindingu kolefnis vegna LULUCF til tekna að einhverju leyti.

Ísland og ESB hafa gert með sér tvíhliðasamning um sameiginlegar efndir á skuldbindingum Íslands og ESB við UNFCCC á öðru skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar (undirritað af ESB og Íslandi 1. apríl 2015). Þar segir að Ísland skuli tryggja að:

  …öll samanlögð losun þess af mannavöldum á öðru skuldbindingartímabilinu í koltvísýringsígildum á gróðurhúsalofttegundum, sem tilgreindar eru í viðauka A við Kýótóbókunina, frá upptökum og viðtökum sem falla undir Kýótóbókunina en falla ekki undir gildissvið tilskipunarinnar um viðskiptakerfi fyrir losunarheimildir fari ekki yfir úthlutað magn sem sett er fram í skilmálunum um sameiginlegu efndirnar.

Samkvæmt samningi Íslands og ESB um sameiginlegar efndir hefur Ísland fengið úthlutað 15.327.217 heimildir[1] (AAU) sem jafngildir losun á rúmlega 15.327 kt. af CO2-íg. á tímabilinu 2013-2020 utan viðskiptakerfis ESB. Auk AAU heimilda hefur Ísland heimild til að nota bindingareiningar (RMU) í samræmi við. 3.gr. 3. og 4. mgr. Kýótóbókunarinnar. Á árunum 2013-2017 var losun sem fellur undir skuldbindingar Íslands, án viðskiptakerfis ESB, 14.257 kt CO2-ígildi og bindingareiningar 2.254 kt CO2-ígildi. Ísland er því búið að nota 78% af úthlutuðum heimildum sínum (12.004 þúsund heimildir) og á því 3.323 þúsund úthlutaðar heimildir eftir fyrir árin 2018-2020. Nánar um bindingareiningar á öðru tímabili Kyótó bókunarinnar má sjá undir „Landnotkun“ flipanum. 

Frekari upplýsingar um Kýótó-bókunina má finnahér.

Parísarsáttmálinn

Þann 4. nóvember 2016 gekk Parísarsáttmálinn um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í gildi á heimsvísu. Samningurinn var samþykktur í París 12. desember 2015 og undirritaður af Íslandi 22. apríl 2016, fullgilltur af Alþingi 19. september 2016.

Parísarsáttmálinn er samkomulag undir Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna (United Nations Framework Convention on Climate Change - UNFCCC). Markmið samningsins er að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2°C miðað við meðalhitastig við upphaf iðnvæðingarinnar, en jafnframt skuli leitast við að halda hækkuninni undir 1,5°C. Að auki miðar samningurinn að því að efla getu ríkja til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga með aðlögun og stuðningi þróaðra ríkja við þróunarríki og viðkvæmari lönd.

Samkvæmt sáttmálanum skulu aðildarríkin setja sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, svonefnd landsákvörðuð framlög (Nationally Determined Contributions – NDC´s). Sáttmálinn setur lagalegan ramma utan um skuldbindingar ríkjanna og nær til aðgerða eftir árið 2020, en þá lýkur tímabili skuldbindinga ríkja í Kýóto-bókuninni. Ísland skilaði upplýsingum um sín landsákvörðuðu framlög Íslands til Loftslagssamningsins 30. júní 2015, þar sem stefnt er að 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030, miðað við 1990, í samstarfi við aðildaríki ESB og Noreg.

 

Sameiginleg markmið með ESB og Noregi

Framkvæmdastjórn ESB birti í Maí 2018 reglugerð um bindandi árlegan samdrátt aðildaríkjanna á losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2021 til 2030[2] og er hluti af regluverki ESB sem innleiðir skuldbindingar ESB samkvæmt Parísarsamningnum. Regluverkið nær ekki til losunar frá flugstarfsemi þar sem Parísarsamningurinn tekur ekki til losunar frá alþjóðlegri flugstarfsemi. Stefnt er að því að takmarka losun frá flugstarfsemi með tilkomu alþjóðasamkomulags Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO)

Markmið ESB er að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 miðaða við 1990, með því að draga úr losun um;

 • 43% árið 2030 frá iðnaði er fellur undir viðskiptakerfi ESB , miðað við losun árið 2005.
 • 30% árið 2030 frá uppsprettum sem ekki falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB, miðað við árið 2005.

 

Íslandi og Noregur stefna á að vera með ESB ríkjunum í sameiginlegu markmiði gagnvart Parísarsáttmálanum. Eins og er eru samningaviðræður í gangi um hvernig innleiða skuli reglugerð um sameiginlega markmiðið inn í EES samninginn, og mun þeim viðræðum líklega ljúka í lok árs 2019. Sett hefur verið fram tillaga í þeim samningaviðræðum að Ísland muni dragar úr losun sem fellur ekki undir ETS um 29% árið 2030 miðað við 2005. Hlutfall annara aðildaríkja ESB í markmiðum um 30% minni losun fyrir sambandið í heild sinni árið 2030, miðað við 2005, má sjá hér.

 

Annað skuldbindingatímabilið 2013-2020 (CP2): Skipting losunar.

 

Árið 2017 féll 39 % af losun Íslands (án LULUCF) undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Nánar um skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og hvernig losun Íslands skiptist milli viðskiptakerfisins og annarrar losunar má sjá hér.

 

Sameiginlegar efndir

Losunin sem fellur ekki undir viðskiptakerfi ESB hefur dregist saman um 5% síðan 2005. Losunin var mest árið 2007 og dróst svo saman í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Síðan 2012 hefur losun Íslands verið nokkuð stöðug þar sem aukin losun vegna vaxandi ferðamannastraums og aukningu hagvaxtar hefur jafnast út með aukinni viðleitni við að draga úr losun. Helstu uppsprettur losunar á gróðurhúsalofttegundum sem falla ekki undir viðskiptakerfi ESB eru í orkugeiranum (vegasamgöngum og fiskiskipum), og í landbúnaðinum (iðragerjun, nytjajarðvegi og meðhöndlun húsdýraáburðar). Nánari upplýsingar um losun frá mismunandi flokkum má finna hér.

 

Það er næsta víst að skuldbindingar Íslands og Noregs munu fara í stórum dráttum eftir þeim reglum og viðmiðum sem er að finna í tillögum ESB. Ísland hefur samið við ESB  um að draga úr losun í þeim flokkum sem falla undir skuldbindingar Íslands um 29% árið 2030 miðað við árið 2005.

 

Árið 2005 kom Evrópusambandið á fót viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda í tengslum við mótvægisaðgerðir að hálfu ESB samkvæmt Kyoto-bókuninni. Viðskiptakerfið, í almennu máli nefnt ETS (stendur fyrir Emission Trading System). Kerfið er svokallað „cap and trade“ kerfi þar sem takmörk eru sett á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá rekstraraðilum sem falla undir viðskiptakerfið. Nánar um viðskiptakerfið má lesa hér.

Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% árið 2030, miðað við árið 1990 með ESB og Noregi. Samkvæmt tillögu ESB skal ná því markmiði með því að draga úr losun um:

 • 43% árið 2030 frá iðnaði er fellur undir viðskiptakerfi ESB , miðað við losun árið 2005.
 • 30% árið 2030 frá uppsprettum sem ekki falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB, miðað við árið 2005.

 

Mynd 8 Skipting GHL losunar milli losunar frá staðbundnum íðnaði er fellur undir viðskiptakerfi ESB og annarrar losunar (kt CO2-ígildi).– sama mynd og á flipanum um skuldbindingarnar

 

Losunin sem fellur undir viðskiptakerfi ESB hefur aukist um 114% á tímabilinu 2005 til 2017, og jókst aðeins á milli 2016 og 2017 (um 3%). Helstu uppsprettur GHL sem hafa verið undir viðskiptakerfi ESB á tímabilinu 2005-2017 eru CO2 og PFC losun frá álverunum og CO2 losun frá kísil- og kísilmálmframleiðsla. Losunin frá kísilmálmframleiðslu hefur verið nokkur stöðug síðan 2005. Hins vegar hefur losunin frá álframleiðslu aukist talsvert (eða um 211%) með aukinni framleiðslugetu hjá starfandi álverunum og gangsetningu hins þriðja. Jarðeldsneytisbruni vegna staðbundins framleiðsluiðnaðar fellur einnig undir viðskiptakerfi ESB, en eins og má sjá á myndinni er þetta hlutfalslega lítil losun sem fer minkandi (minna en 1% losunarinnar sem fellur undir viðskiptakerfi ESB á árinu 2016).

Mynd 10 Skipting losunar staðbundins iðnaðars er fellur undir viðskiptakerfi ESB, 2005-2017, (kt CO2-ígildi).

 

Samkvæmt skuldbindingum Íslands skal losun gróðurhúsalofttegunda vera skipt niður á flokka eftir uppsprettum í samræmi við skiptingu Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change – IPCC). Flokkarnir eru: orka (jarðeldsneytisbruni og jarðvarmafyrirtæki); iðnaðarferlar og efnanotkun (málmframleiðsla, notkun ýmissa efna eins og leysiefna, kælimiðla og flugelda), landbúnaður (húsdýr og áburðarnotkun), úrgangur (urðun úrgangs, meðhöndlun skólps og jarðgerð) og landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (Landuse, landuse change and forestry – LULUCF). Losun frá LULUCF fellur ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Binding kolefnis úr andrúmslofti sem á sér stað t.d. við skógrækt er talin fram undir flokknum LULUCF og getur Ísland talið fram ákveðna bindingu frá LULUCF að einhverju leyti á móti losun frá öðrum geirum, en það er að mjög takmörkuðu leyti. Losun frá alþjóðaflugi og alþjóðasiglingum er metin og kemur fram í losunarbókhaldinu, en er ekki hluti af losun sem telur gagnvart ESB og UNFCCC.

Hér fyrir neðan er umfjöllun um heildarlosun Íslands, sem inniheldur losun frá öllum uppsprettum sem taldar voru upp hér að ofan, þar með talið losun frá staðbundnum iðnaði sem fellur undir ETS kerfið.

Ef losun Íslands er skoðuð eftir uppsprettum þeirra, án LULUCF, sést að mest losnar af gróðurhúsalofttegundum frá iðnaðarferlum, næst mest frá orku, svo landbúnaði og minnst frá meðhöndlun úrgangs. Hlutfall losunar frá iðnaðarferlum af heildarlosun Íslands, án LULUCF, jókst frá 27% árið 1990 í 43% árið 2017.

Mynd 7 Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda 1990-2017, án LULUCF (kt CO2-ígildi).– sama og á fyrsta flipa – losun íslands

 

Losun frá orku

Þróun í orku

1990-2017:            +2%
2005-2017:   -13%
2016-2017:    +3%

Aðal gróðurhúsalofttegundin sem losnar frá orkugeiranum er CO2, sem hefur verið 97-98% af losun geirans síðan 1990. N2O losun hefur verið 2-3%, og losun CH4 hefur verið minni en 0.5% (í CO2-ígildum). Árið 2017 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem féll undir orku flokkinn 1907 kt. CO2-íg, eða 40% af heildarlosun Íslands, án LULUCF. Losun frá orku hefur aukist um 2% frá 1990, sem þá var 1867 kt. CO2-íg. Samgöngur eru megin uppspretta losunar í orkuflokknum, og samsvaraði losunin 975 kt. CO2-íg. árið 2017 eða 51% af losuninni. Fiskiskip er næst stærsta uppsprettan og var losunin 533 kt. CO2-íg. eða 28% af heildarlosuninni frá orku árið 2017.

Þó svo að jarðefnaeldsneyti sé ekki orkugjafinn í jarðvarmavirkjunum þá losna gróðurhúsalofttegundir frá jarðvarmavirkjunum og árið 2017 var heildarlosunin 149 kt. CO2-íg. frá jarðvarmavirkjunum eða 8% af losuninni frá orku. Losun frá jarðvarmavirkjunum hefur aukist um 142% frá árinu 1990, en þá var losunin 62 kt. CO2-íg.

Mynd 1 Skipting losunar frá orku 1990 – 2017 (kt CO2-ígildi).

 

Losun frá iðnaðarferlum og efnanotkun

Þróun í iðnaðarferlum

1990-2017:       +113% 
2005-2017:       +111%
2016-2017:        +3%

Iðnaðarferlar og efnanotkun var uppspretta 43% af losun Íslands, án LULUCF, eða 2039 kt. CO2-íg., sem er 113% aukning í losun frá árinu 1990, þegar hún var 958 kt. CO2-íg. Stærsti hluti losunarinnar er tilkomin vegna framleiðslu á hráefnum, málmum o.fl., þegar CO2 og aðrar gróðurhúsalofttegundir eins N2O og PFC losna. Einnig losnar HFC, sem er notað í stað ósóneyðandi efna og SF6 frá rafbúnaði. Árið 2017 var 89% af losun frá iðnaðarferlum vegna framleiðslu málma, og þá sérstaklega álframleiðslu.

Stærsti hluti losunar, eða  89%, frá iðnaðarferlum féll undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir árið 2017, sem felur í sér að rekstraraðilar greiða eina losunarheimild fyrir hvert tonn af CO2-íg. sem þeir losa.

Mynd 2 Skipting losunar frá iðnaðarferlum og efnanotkun 1990 – 2017 (kt CO2-ígildi).

 

Losun frá landbúnaði

Þróun í landbúnaði

1990-2017: -2%
2005-2017: +11%
2015-2017:     +1%

Losun frá landbúnaði árið 2017 var 578 kt. CO2-íg. eða 12% af heildarlosun Íslands, án LULUCF. 99% af losun frá landbúnaði er vegna losunar á CH4 og N2O. 85% af CH4 losununni er tilkomin vegna iðragerjun og 78% af N2O losuninni vegna nytjajarðvegs.

Losun frá landbúnaði veltur að mestu á stærð bústofna, sérstaklega nautgripa og sauðfé. Árið 2017 var losun frá landbúnaði 2% minni en árið 1990, og hefur hún aukist um 11% frá árinu 2005 til 2017 vegna stækkun bústofns. Magn köfnunarefnis í áburði skiptir þó einnig máli þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.  

Mynd 3 Skipting losunar frá landbúnaði 1990 – 2017 (kt CO2-ígildi).

 

Losun frá úrgangi

Þróun í úrgangi

1990-2017: +31%
2005-2017:      -18%
2016-2017:      -3%

Losun frá úrgangi árið 2017 var 205 kt. CO2-íg. eða 5% af heildarlosun Íslands, án LULUCF. 89% af losun frá úrgangi er vegna losunar frá urðun, en restin kemur frá meðhöndlun skólps, brennslu og jarðgerð.

Árið 2017 var losun frá úrgangi 27% meiri en árið 1990, þó svo hún hafi minnkað um 18% síðan 2005. Samdráttinn má helst rekja til aukningar í endurvinnslu og söfnunar á metani á tveimur urðunarstöðum á Íslandi.

Mynd 4 Skipting losunar frá úrgangi 1990 – 2017 (kt CO2-ígildi).

 

 

Þróun í LULUCF

1990-2017:      -1%
2005-2017:      -1%
2015-2017: -0,3%

Losun er kemur frá flokknum landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) fellur ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Binding kolefnis úr andrúmslofti sem á sér stað t.d. við skógrækt eða endurheimt votlendis er talin fram undir flokknum LULUCF og getur Ísland talið sér þá losun til tekna á móti annarri losun.

Mynd 5 Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, með LULUCF(kt CO2-ígildi).

 

 

Losun frá LULUCF er há á Íslandi miðað við heildarlosun Íslands frá öðrum flokkum og var nettó losunin metin sem 9.321 kt. CO2-íg. (losun – binding kolefnis=nettó losun), sem er rúmlega 1% samdráttur miðað við nettólosun 1990. Losunin dróst saman úr 9.407 kt. CO2-íg. árið 1990 í 9.321 kt. CO2-íg. árið 2017. Mest losun er metin frá graslendi, votlendi og ræktunarlandi, í þeirri röð. Losun frá LULUCF skal túlka með nokkrum fyrirvara þar sem óvissa varðandi losunarstuðla og uppsprettur er veruleg.

Mynd 6 Skipting losunar og bindingar frá LULUCF 1990 – 2017 (kt CO2-ígildi).

 

Ísland hefur heimild, í samræmi við. 3.gr. 3. og 4. mgr. Kýótó-bókunarinnar til að telja sér bindingu kolefnis til tekna. Tafla 1 hér að neðan sýnir fjölda bindingareininga (RMUs í þúsundum) sem Ísland gat nýtt sér á fyrsta tímabili Kyótó-bókunarinnar (2008-2012). Tafla 2 sýnir fjölda bindingareininga (í þúsundum) sem Ísland getur talið sér til tekna eftir fyrstu fimm árin á öðru skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar. Í Töflu 2 sést að binding kolefnis hefur aukist ár frá ári á tímabilinu, og fór úr 388 kt. CO2-íg. árið 2013 í 513 kt CO2-íg. árið 2017.  Grein 3.3. inniheldur bindingur frá skógrækt og skógeyðingu, en grein 3.4. inniheldur bindingu frá skóglendi í umhirðu og landgræðslu.

 

 

Ítarefni um loftslagsmál

Landsskýrsla um losun gróðurhúsalofttegunda

Skýrsla um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands

Eldri skýrslur

Aðrar skýrslur um loftslagsmál

Annað ítarefni

Fyrir neðan er samantekt á helstu spurningum sem gætu komið upp í tengslum við Landskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (National Inventory Report – NIR).

Hvernig er losunin reiknuð?

Mjög lítinn hluta losunarinnar er hægt að mæla beint, því þarf að reikna hana út frá þeim upplýsingum sem eru fyrir hendi. Losunin er reiknuð skv. leiðbeiningum frá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (Integovernmental Panel on Climate Change - IPCC) sem hægt er að skoða hér: https://www.ipcc-nggip.iges.or.jp/public/2006gl/index.html. Leiðbeiningarnar útskýra hvaða gögn þarf til að reikna út losunina, og innihalda staðlaða losunarstuðla. Til að reikna út losun gróðurhúsalofttegunda fær Umhverfisstofnun ýmiskonar gögn frá mörgum aðilum á Íslandi, og margfaldar þær við viðeigandi losunarstuðul, sem í flestur tilfellum kemur úr leiðbeiningum IPCC. Þessir útreikningar geta verið misflóknir eftir losunarflokkum, en grunnhugmyndin er sú sama. Gögnin sem þarf fyrir þessa útreikninga geta t.d. verið magn jarðefnaeldsneytis sem notað er í vegasamgöngum og iðnaðarferlum, magn urðaðs úrgangs eða fjöldi dýra í landbúnaði. Til þess að geta framkvæmt þessa útreikninga þarf að safna mikið af gögnum og taka tillit til margra breyta fyrir hverja gróðurhúsalofttegund.

·         Orka (Eldnsneytisbruni og jarðvarmavirkjannir)

 • Eldsneytisbruni: Notaðar eru eldsneytissölutölur frá Orkustofnun. Sölutölunum eru skipt eftir notkun, s.s. á bifreiðar, til rafmagns- eða hitaframleiðslu, eða í iðnaði. Þar sem kolefnisinnihald eldsneytis er þekkt er auðvelt að reikna losun CO2 frá því.
 • Jarðvarmavirkjanir: Hver og ein virkjun mælir eða metur losun GHL og sendir gögn til Orkustofnunnar, sem áframsendir svo gögnin til UST.

·         Iðnaður og efnanotkun

 • Stóriðjan: Gögnum er safnað úr Græna Bókhaldi fyrirtækjanna og losunarskýrslum sem fyrirtæki skila inn árlega vegna þátttöku í ETS kerfinu. Viðeigandi gögnum er svo margfaldað með losunarstuðli til að reikna út losun.
 • Efnanotkun: Gögn um innflutning og notkun ákveðinna efna eru fengin frá Hagstofu Íslands, Úrvinnslusjóði og innanhúss hjá Umhverfisstofnun og eru þau síðan margfölduð með viðeigandi losunarstuðli.

·         Landbúnaður

 • Stærstur hluti losunar frá landbúnaði kemur frá búfé (iðragerjun og meðhöndlun húsdýraáburðar). Útreikningarnar byggjast að mestu leyti á búfjártölum frá MAST og upplýsingum um mjólkurframleiðslu frá Rannsóknarmiðstöð Landbúnaðarins. Aðrar tölur eins og fæðingartíðni búfjartegunda, meltanleiki fóðurs o.s.frv. hafa verið fengnar úr rannsóknum á þessu sviði eða byggja á alþjóðlegum stöðlum. Viðeigandi tölum er svo marfaldað við losunarstuðiul til að reikna út losun.
 • Næst mesta losunin frá landbúnaði kemur frá nytjajarðvegi. Gögn til grundvallar þeirra útreikninga byggja á tölum um áburðarinnflutning og notkun frá Hagstofunni, LBHÍ og Skógræktinni, og tölur um ræktun á kartöflum, byggi, rófum og gulrótum frá Hagstofunni. Viðeigandi gögnum er svo marfaldað við losunarstuðiul til að reikna út losun.
 • Önnur losun frá landbúnaði er mjög lítil, en byggir helst á upplýsingum um innflutning á kalkáburði og þvagefni frá Hagstofunni. Viðeigandi gögnum er svo marfaldað við losunarstuðiul til að reikna út losun.

·         Úrgangur

 • Langmest losun frá úrgangi á Íslandi kemur frá urðun. Umhverfisstofnun safnar gögnum um allan þann úrgang sem urðarður er á Íslandi. Það magn er svo notað til að reikna losun metans, sem er 25x sterkari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð, frá urðunarstöðum.
 • Ef urðunarstaðir safna metani þá er það dregið frá útreiknaðri losun. Það metan er svo selt sem eldsneyti á bíla sem brenna það yfir í koldíoxíð. Þar sem að koldíoxíð er mun veikari gróðurhúsalofttegund er það umhverfisvænna að brenna metanið á þennan hátt.
 • Niðurbrotstími mismunandi úrgasflokka er misjafn og því halda urðunarstaðir áfram að losa metan þó að hætt sé að bæta við úrgangi í þá. Sem dæmi þá er helmingunartími pappírs, þ.e. sá tími sem helmingurinn hefur brotnað niður, rúmlega 11 ár en helmingunartími matarleyfa er tæplega 4 ár. Því heldur pappír sem urðaður er áfram að losa metan mun lengur er matarleyfar sem eru urðaðar.
 • Einnig kemur losun frá brennslu á úrgangi og er gögnum um magn þess úrgangs sem fer til brennslu líka safnað af Umhverfisstofnun og hægt er að margfalda þau með viðeigandi losunarstuðli til að reikna út losun.

Af hverju er landskýrslan (NIR) unnin?

 • Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna (á ensku: United Nation Framework Convention on Climate Change – UNFCCC), var fullgildur af 196 löndum, þar á meðal Íslandi, og tók gildi þann 21 mars 1994. Tilgangur þess samnings er að lágmarka röskunina á loftslagi heimsins af mannavöldum. Síðan samningurinn tók gildi hefur Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðana átt sér stað árlega til að skilgreina skyldur ríkja vegna samningsins og fara yfir þróunina og árangurinn. Mikilvægir áfangar hafa náðst á þessum Loftslagsráðstefnum í gegnum tíðina, þar á meðal í Kyoto 1997, og París 2015. Í Kyoto voru í fyrsta skiptið skilgreind bindandi takmörk á losun GHL frá iðnríkjum. Árið 2015 skilgreindi Parísarsáttmálinn skyldur þjóða sem tóku þátt í samningnum og öll lönd skilgreindu sín sjálfviljugu markmið. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að það skuli takmarka hlýnun heimsins vel undir 2°C og helst undir 1.5°C miðað við fyrir iðnvæðingu.
 • Aðildarríki loftslagssamningsins þurfa að reikna losun sína til að meta helstu uppsprettur hennar, og til að sjá hvernig losunin er að þróast. Þróuð ríki (svokölluð Annex I ríki), sem eru með töluleg markmið skv. Kyoto-bókuninni, þurfa líka að sýna fram á að þau séu að ná markmiðum sínum. Losunarbókhaldið í NIR er grundvöllurinn að uppgjöri á lagalega bindandi skuldbindingum Íslands.

Af hverju er munur á milli NIR og losunarbókhalds sem Hagstofa Íslands heldur utan um?

 • NIR bókhaldið er bókhald sem notað er í öllum útreikningum varðandi alþjóðlegar skuldbindingar (gagnvart Loftslagssamningin (United Nation Framework Convention on Climate Change – UNFCCC). Það inniheldur losun sem á sér stað á Íslandi, óháð þjóðerni þess einstaklings eða fyrirtækis sem ber ábyrgð á henni, t.d. telst losun ferðamanna sem keyra bíla á Íslandi með í íslenska NIR. Losunarbókhald Hagstofunnar (Air Emission Accounts – AEA) nær yfir losun íslenskra einstaklinga og fyrirtækja óháð landsvæðinu sem hún á sér stað á, t.d. inniheldur AEA akstur Íslendinga þegar þeir eru að ferðast erlendis.
 • NIR inniheldur losun frá innanlandsflugi og strandsiglingum, óháð því hvaða landi flugvélarnar eða skipin eru skráð. Hins vegar í AEA  er losun frá flugi og annarri starfsemi íslenskra flugfélaga erlendis bókfærð á meðan rekstur erlendra flugfélaga hérlendis telst ekki með. Á svipaðan hátt er losun vegna reksturs íslenskra skipafélaga tekin inn í AEA, óháð siglingarleið, en rekstur skipa erlendra aðila sem kaupa eldsneyti hérlendis kemur ekki inn í heildarlosunina.

Er stóriðjan, alþjóðaflug og alþjóðasiglingar með í skýrslunni?

 • Já, stóriðjan, alþjóðaflug og alþjóðasiglingar eru með því NIR er bókhald yfir allra losun Íslands, óháð því hvort hún fellur undir skuldbindingar Íslands eða ekki.

Hvað er viðskiptakerfi ESB (ETS) og hvað fellur þar undir?

 • Árið 2005 kom Evrópusambandið á fót viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda í tengslum við mótvægisaðgerðir að hálfu ESB samkvæmt Kyoto bókuninni. Viðskiptakerfið, í almennu máli nefnt ETS (stendur fyrir Emission Trading System), gegnir lykilhlutverki í aðgerðum Evrópusambandsins gegn loftslagsbreytingum því kerfið er helsta stjórntæki sambandsins til að ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.
 • Fyrirtæki innan ESB og Íslands sem framleiða ákveðnar afurðir og/eða eru yfir ákveðinni stærð (ákvarðað út frá brennsluafli eða framleiðslugetu) eru skyldug til að taka þátt í kerfinu.
 • Flugfélög sem fljúga milli tveggja ríkja ESB eða Íslands eru einnig skyldug til að taka þátt í kerfinu.

Eru skemmtiferðaskipin með?

 • Losun frá skipum (öðrum en fiskiskipum) skiptist í alþjóðasiglingar og strandsiglingar. Þau skip sem taka eldsneyti á Íslandi og sigla milli íslenskrar og erlendrar hafna teljast sem alþjóðasiglingar og þau sem sigla milli tveggja íslenskra hafna teljast sem strandsiglingar. Umhverfisstofnun hefur engar upplýsingar um hvað af þessum skipum eru skemmtiferðaskip, en ef þau eru að taka eldsneyti erlendis áður en þau sigla hingað þá endurspeglast þau ekki í losunarbókhaldi Íslands heldur þess lands sem eldsneytið var tekið.

Hvað með landnýtingu, bindingu og endurheimt votlendis

 • Landnotkun er einn af þeim þáttum sem veldur ákveðinni losun og bindingu á Íslandi, en það er ennþá mjög takmörkuð þekking og rannsóknir til á þessu sviði á alþjóðavísu. Þar af leiðandi er mjög mikil óvissa í losunartölum frá þessum flokki en verið er að vinna rannsóknir til að bæta þær.
 • Ísland getur talið sér til tekna þá bindingu sem er umfram ákveðið grunnviðmið í losun frá landnotkun og einnig ákveðna bindingu frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt að einhverju leyti á móti losun frá öðrum geirum, en það er að mjög takmörkuðu leyti.
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira