Látrabjarg

Gerð verndaráætlunar fyrir Látrabjarg og nágrenni 

Látrabjarg er nr. 307 á náttúruminjaskrá og samkvæmt gildandi náttúruverndaráætlun 2009-2013 er gerð tillaga að friðlýsingu svæðisins. Í aðalskipulagi Vesturbyggðar er gert ráð fyrir að svæðið verði verndað og er nú unnið að stofnun þjóðgarðs á svæðinu Keflavík – Breiðavík – Látrabjarg, samtals um 90 km2. Samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 44/1999, 6 gr. er það hlutverk Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð verndaráætlana fyrir náttúruverndarsvæði.

Ráðgjafanefnd Látrabjargssvæðisins og Umhverfisstofnunar vinna nú að gerð verndaráætlunar fyrir svæðið. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og verður upplýsingaveita um verkefnið á þessu svæði. Öll helstu gögn og upplýsingar verða byrtar hér og hægt verður að fylgjast með framgangi verkefnisins. 

Í verk og tímaáætlun er gert ráð fyrir að verndaráætlun verði tilbúin 1. janúar 2015. 

Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og senda inn ábendingar og athugasemdir.

Ráðgjafanefnd

  • Hákon Ásgeirsson, Umhverfisstofnun (formaður) 
  • Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar 
  • Jón Þórðarson, Ferðamálasamtök V-Barð 
  • Keran Stueland Ólason, landeigandi Breiðavík og Keflavík 
  • Gísli Már Gíslason, landeigandi Látrum 
  • Hafliði Árnason, landeigandi Látrum 
  • Hrafnkell Þórðarson, landeigandi Látrum 
  • Halldór Árnason, landeigandi Keflavík 
  • Jón Pétursson, landeigandi Keflavík

 

Tengt efni