Friðland við Varmárósa

Mynd: Tómas G. Gíslason


Fulltrúar Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar hafa unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið við Varmárósa í landi Mosfellsbæjar.

Friðlandið við Varmárósa í Mosfellsbæ var friðlýst árið 1980. Friðlandið var síðast stækkað árið 2021 með auglýsingu nr. 380/2021.  Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og viðhalda fitjasefi og búsvæði þess sem og náttúrulegu ástandi votlendis svæðisins ásamt sérstöku gróðurfari sem þar er og búsvæði fyrir fugla. Einnig er markmið með friðlýsingunni að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins með áherslu á plöntuna fitjasef, búsvæði hennar og þær votlendisvistgerðir sem er að finna á svæðinu. Enn fremur að treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslugildi svæðisins.


Tillaga að áætluninni fór í sex vikna kynningarferli og frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum var til og með 19. maí 2023.


 Áætluninni var vísað til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til staðfestingar 20. nóvember 2023.

 

Tengd skjöl:

Stjórnunar og verndaráætlun

Aðgerðaráætlun

Greinargerð eftir kynningartíma

Sérstakar reglur um umferð og dvöl