Hverfjall í Skútustaðahreppi

Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að endurskoðun friðlýsingar náttúruvættisins Hverfjalls í Skútustaðahreppi í samræmi við málsmeðferðarreglur 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan var unnin af samstarfshópi sem í eiga sæti fulltrúar landeigenda Voga, Umhverfisstofnunar, Skútustaðahrepps og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. 


Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda sérstæðar jarðmyndanir svæðisins og að tryggja að svæðið nýtist til útivistar og fræðslu, enda útivistar- og fræðslugildi hátt. Með friðlýsingunni er verndargildi svæðisins tryggt og jafnframt tryggt að svæðið nýtist til útivistar og ferðaþjónustu til framtíðar og sé í stakk búið til að taka á móti þeim fjölda gesta sem heimsækja svæðið.
Frestur til að gera athugasemdir var til og með 25. ágúst 2021. Erindi frá sjö aðilum bárust á kynningartíma. Unnið er að greinagerð um innkomnar athugasemdir.

Frekari upplýsingar veitir Davíð Örvar Hansson (david.o.hansson@umhverfisstofnun.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl: 

Tillaga að auglýsingu
Kort