Stök frétt

Þann 8. júlí síðastliðinn gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi, Fljótsdalshéraði.  Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 30. apríl – 25. júní 2015 og barst Umhverfisstofnun ein athugasemd.  Athugasemdin snéri að ákvæðum um áframvinnslu moltu á urðunarstaðnum og í kjölfar úrvinnslu athugasemdarinnar breytti Umhverfisstofnun lítillega greinum 2.8 og 5.1 frá auglýstri tillögu að starfsleyfi.  Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Fljótsdalshéraði heimilt að taka á móti og urða allt 2.500 tonn af úrgangi á ári og áframvinna allt að 240 tonn af moltu á ári. 

Starfsleyfið gildir til næstu 16 ára.  Eftirlit með starfseminni er í höndum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Tengd Gögn