Veiðifrétt

29.08.2023 21:08

30. ágúst 2023

Enn er eftir að veiða helming kvótans, eins og oft áður mun það verða veðrið sem hefur mest áhrif á veiðarnar til loka tímans. En nú leikur veðrið við veiðimenn í dag. Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, tarfur felldur við Heiðarsel og kýr á Fiskidal, Grétar með tvo að veiða kýr á sv. 1, fellt við Hvammsá, Ívar Karl með tvo að veiða kýr á sv. 3, Óli Í Skálanesi með einn að veiða tarf á sv. 4 og annan að veiða kú, kýrin fellld í Seyðisfirði, Óðinn Logi með einn að veiða kú á sv. 4, fellt á Slenjufjalli, Sævar með tvo að veiða tarfa á sv. 5, fellt í Sandvík, Ómar með einn að veiða kú á sv. 6, fellt í Fagradal, Þorri Guðm. með einn að veiða tarf á sv. 7, fellt í Hofsdal, Emil Kára. með tvo að veiða tarfa á sv. 7, fellt í Hofsdal, Albert með tvo að veiða tarfa á sv. 7, fellt í Hofsdal, Jónas Bjarki með einn að veiða kú á sv. 7, fellt á Bragðavalladal, Gunnar Bragi með einn að veiða tarf á sv. 9, fellt við Hálsatind.
Til baka