Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Laxóss ehf., Árskógssandi í Dalvíkurbyggð. Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 7. mars 2024 til og með 5. apríl 2024 þar sem hægt var að senda inn athugasemdir. Engar athugasemdir bárust vegna tillögunnar á auglýsingatíma. 

Ákvörðun um útgáfu á starfsleyfinu er tekin að undangenginni ítarlegri yfirferð á gögnum og með tilliti til málsmeðferðargagna. Umhverfisstofnun telur að kröfur og vöktun sem tilgreind eru í starfsleyfinu séu líkleg til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og feli í sér samþættar mengunarvarnir og stuðli að því að vel verði fylgst með umhverfisáhrifum. Umhverfisstofnun telur að áhrifum framkvæmdarinnar hafi verið lýst með fullnægjandi hætti í matsferlinu og þau göng sem liggja fyrir um starfsemina sé traustur og lögmætur grundvöllur fyrir útgáfu á starfsleyfinu.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starfsleyfinu, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi Laxós ehf. Árskógssandi