05. júlí 2017

Ræsting salernisaðstöðu í Dyrhólaey, Mýrdalshrepp


Umhverfisstofnun leitar af verktaka til að sjá um þrif á almenningssalernum í Dyrhólaey. Megin verkefni verktaka er að sjá um almenn þrif á salerninu í samræmi við verklýsingu sem Umhverfisstofnun hefur útbúið. Um er að ræða almenna umsjón með þrifum á salernishúsi sem skal þrifið einu sinni á dag allt árið og tvisvar á dag frá 1. maí – 30. september.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Hákon Ásgeirsson í síma 591-2000 og á hakon@ust.is

Tilboðsfrestur er til og með 14. júlí 2017. Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, á netfangið umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is merktar „Tilboð í ræstingu salernisaðstöðu í Dyrhólaey“.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira