04. maí 2018

Almenningur móttækilegur fyrir umhverfisvænni lífstíl


Almenningur er móttækilegri en nokkru sinni að taka ný skref í átt til aukinnar umhverfisvitundar og vistvænnar stefnubreytingar. Þetta kom fram í viðtali á Rás 1 í dag þar sem forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, ræddi við Leif Hauksson um ársfund Umhverfisstofnunar sem fram fór í morgun í troðfullum sal af gestum á Grand Hótel.

Í dag kom einnig út ársskýrsla Umhverfisstofnunar. Þar er sláandi upplýsingar að finna um aukinn úrgang Íslendinga, sem fór yfir milljón tonn árið 2016 og jókst mikið milli ára. Aldrei hefur svo mikill úrgangur fallið til hér á landi en eigi að síður eru ýmis teikn á lofti um jákvæðar breytingar s.s. aukna þekkingu Íslendinga á hættumerkjum og fleira.

Sjá ársskýrslu Umhverfisstofnunar 2017 hér
Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira